Krakkarnir okkar Kristófer og Guðný fengu nýju litlu ASUS tölvuna, flatskjá, utanáliggjandi harðan disk, hátalara og mús í fermingargjöf frá okkur Tomma og auk þess tóku amma Fríður og afi Trausti líka þátt í gjöfinni.
Þar sem Guðný var blessuð í dag og Kristófer verður ekki fermdur fyrr en 24. mars - annan í páskum var ákveðið að hann myndi fá að vita af sinni gjöf núna.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna greinilega hversu ánægður hann varð þegar hann sá allar græjurnar.
Hef ekki myndir af Guðnýju með gjöfunum sínum en Kristófer sagði að hún hefði verið alveg svakalega ánægð með gjafirnar í veislunni.
Við erum svo glöð með að hafa hitt í mark !
Þar sem Guðný var blessuð í dag og Kristófer verður ekki fermdur fyrr en 24. mars - annan í páskum var ákveðið að hann myndi fá að vita af sinni gjöf núna.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna greinilega hversu ánægður hann varð þegar hann sá allar græjurnar.
Hef ekki myndir af Guðnýju með gjöfunum sínum en Kristófer sagði að hún hefði verið alveg svakalega ánægð með gjafirnar í veislunni.
Við erum svo glöð með að hafa hitt í mark !
Guð minn góður ! Hann trúir þessu ekki !
Flatskjár með silfur ramma í stíl við herbergið
Tommi að útskýra græjurnar
Kiki að máta litlu sætu tölvuna
Hér er verið að fara yfir allt efnið sem Tommi fékk hjá nemenda sínum, Baldri Fjölnis og Villa klippara vini okkar - kærar þakkir allir.
Það var sko hellingur af myndum, tónlist og þáttaröðum.
Krakkarnir koma til með að vera heillengi að skoða allt efnið.
Kiki fékk meira af strákaefni en Guðný stelpuþætti og svoleiðis
Það tók töluverðan tíma að fara í gegnum allt efnið, flokka, hlaða inn og skipuleggja allt á diskana hjá krökkunum.
Þetta fannst Tomma sko ekki leiðinlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli