Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 8. mars 2008

Hópur 17 hittist í annað sinn

Hópur 17 hittist í annað sinn nú voru það Ingibjörg og Bjarni sem buðu okkur heim. Við fengum frábæran kínverskan mat og flestir æfðu prónaskap eins og þau kölluðu það að borða með prjónum. Mamman sveik lit og notaði gaffal - er þó afsökuð afþví að hendin er ekki enn búin að jafna sig eftir aðgerðina. Pabbinn var hinsvegar alveg svaka flinkur og segist ætla borða oftar með prjónum. Eftirrétturinn voru Fortune Cookies með málshætti.





Málsháttur mömmunar er: Your success in life must be earned with earnest efforts.
Aftaná voru tölurnar: 29 3 30 7 46 13
Málsháttur pabbans er: There is a true and sincere friendship between you both.
Aftaná voru tölurnar: 6 20 35 9 23 28




Úr þessu fallega blómi kom alveg meiriháttar gott te ! Trúiði því ?
Við ætlum sko að kaupa svona jasmín blóm í Kína til að búa til te hérna á Íslandi fyrir fjölskyldu og vini þegar við komum heim.
Blómið opnast ekki fyrr en búið er að hella á það vatni - mikið óskaplega er þetta fallegt. Reyndar var þetta líka mjög gott te en þeir sem þekkja mömmuna vita að hún eins og fleiri vogir nærast vel á að "borða" með augunum.




Falleg bleik rós sem Lilja vinkona okkar var svo yndisleg að koma með handa öllum í hópnum.
Þessi fallegi bleiki litur er sá sami og liturinn á fötunum sem Harpa Hua Zi er í á myndunum sem við fengum um daginn.





2 lítil kerti fylgdu með til að kveikja á handa stelpunni okkar.







Engin ummæli:

Þátttakendur