Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 4. mars 2008

Gamalt kínverskt bréfsefni

Mamman kíkti við í Góða hirðinum í dag. Sá í fyrstu ekki neitt nema lítið vatt stungið satín teppi sem hún ætlaði að taka í dúkkurúmið.





Var dáldið hissa á að finna ekki neitt annað merkilegt og var farin að hugsa um að auðvitað hlyti að koma að því að nauðsynlegt væri að fara einhvern tíman þaðan tómhent !!! EN á leiðinni út greip hún í lítið ásjálegan plastpoka sem var límdur saman og hann fékk að koma með heim enda kostaði hann bara 500 kr.




Það var því rosaspennandi að opna pokann og skoða innihaldið, sem kom aldeilis skemmtilega á óvart. Þetta voru hin diversu bréfsefni frá Kína - stórkostlega falleg. Vei ! Þetta var mamman ánægð með. Kannski vill Harpa Hua Zi nota þau þegar hún þarf að senda fermingar eða brúðkaupskortin sín ???






































Gamalt baby stensla mótíf á 150 kr. var einnig tekið með - verður líklega notað í skrapp eða bókargerð.

Engin ummæli:

Þátttakendur