Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 18. mars 2008

Fermingarskórnir

Nú er ein vika í fermingu Kristófers og stressið farið að segja til sín. Kiki og amman eru búin að vera veik undanfarna daga en ákváðu í dag að fara út og viðra sig svolítið.
Fóru fyrst í málningar leiðangur og keyptu ljós ljós bleikan lit á málninguna til að mála rúmið hennar Hörpu Hua Zi. Amman keypti líka þennan forláta flotta málningarpensil með xtra löngum hárum - annað eins hafði mamman bara aldrei séð. Þetta verður lang lang flottasta rúmið í Snekkjuvogi og þó víðar væri leitað.
Þau fóru svo í mikla leit að fermingarskóm í Kringlunni úr einni búð í aðra, þangað til Kiki sá í Skór.is þessa líka stórglæsilegu svörtu og hvítu skó. Sjá myndir fyrir neðan.
Þetta lýsir Kristófer vel - þegar hann er ánægður með eitthvað þá er hann strax viss og ekkert fær því breytt.
Mömmunni fannst þeir æði - köflótt fóður að innan og margir aðrir smart "díteilar". Ekki er það nú verra að þeir eru nr. 39 þannig að fljótlega fer Kristófer að vaxa uppúr þeim og þá getur mamman fengið að nota fermingarskóna hans Kiki !!!
Þau skelltu sér svo í bíó og fengu ís. Eftir að þau komu heim fór amman í að síkka buxurnar til að þær væru nú smart við nýju skóna. Hún sagði að allavegana hefði hún þurft að síkka um 5 cm - það er ca. vöxturinn á einu ári.
Það verður sko gaman að sjá fermingardrenginn þegar hann er kominn í öll fínu fötinn og með nýja klippingu.












1 ummæli:

Unknown sagði...

Það eru aldeilis viðburðarríkir og skemmtilegir tímar hjá ykkur framundan. Hafið það sem allra, allra best á ferðinni stóru út til Kína. Þið megin svo ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er.
Pálína og fjölskyldan Glaðheimum, hópi 16.

Þátttakendur