Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 6. mars 2008

Ferða ferða .......

Í dag fengum við nánari tímasetningu á ferðafundinn næstkomandi sunnudag. Byrjum að funda kl.10 og þá mæta mamman og pabbinn í sínu fínasta pússi því þau verða að vera komin í blessunina hennar Guðnýjar kl. 11. Þegar henni lýkur verður aftur brunað niður í ÍÆ og hoppað inní dagskrána þangað til nauðsynlegt verður að fara aftur til að mæta í veisluna á réttum tíma kl.14.
Jeppp ! Þetta verður Jójó dagurinn okkar - alltaf fram og til baka !

En í dag fengum við fréttir að ferðin okkar til Kína hefði verið bókuð í lok mars þó að það hafi verið áhætta sem búið var að vara okkur við. Jáhá það var alger eining og samstaða meðal allra í hópnum með þetta - ekkert verið að taka "walk on the safe side" og bíða þar til eftir Trade fair sýninguna. Úff það yrði skelfilegt ! Bíða þangað til í maí - hugsa sér það er jafnlangt þangað til og frá jólum til dagsins í dag !
Nú er bara að vona að kínverjarnir gefi okkur ferðaleyfin sem fyrst !!!

Ef allt gengur upp þá myndi þetta vera svona:

Flogið til Kaupmannahafnar laugardaginn 29. mars kl 8 og áfram til Beijing um kvöldið. Þannig værum við komin til Beijing 30. mars sem er sunnudagur. Þar yrði prógramm í nokkra daga en svo yrði flogið til Guangzhou á miðvikudegi 02.04. Nú þarf að vera 7 virka daga í Guandong vegna pappíra og þessháttar formleg heita. Því verður dvöl okkar í Guangzhou til 12.04.
Þaðan verður flogið aftur til Beijing þar sem dvalið verður í 3 daga eða þartil kemur að heimferð til Íslands 15.04.

Já þetta verður líka svona jójó ferð - alltaf fram og til baka. En guð minn góður hvað ég hlakka til. Allt varðandi þessa ferð er frábært og útkoman verður stórkostleg.

Engin ummæli:

Þátttakendur