Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 13. mars 2008

Falleg gjöf til barnaheimilis í Kína

Amma Leilu Grace sem verður náð í eftir nokkra daga bjó til svona fallegt Quilt teppi til að gefa barnaheimilinu sem hún hefur búið á.
Mikið er þetta fallega hugsað.
Hún segir að þetta sé "mini" útgáfa af teppi stelpunnar sem hún er að útbúa - þetta er samkvæmt hefðinni 100 wish Quilt.
Það er þannig að ættingjar og vinir senda kveðju kort og lítinn bút af efni til fjölskyldunnar og svo er búið til stórt teppi úr öllum bútunum. Einnig er kortunum og sýnishorni af efninu haldið til haga til minningar fyrir barnið.
Ætli einhver hafi gert svona hér á Íslandi ?

1 ummæli:

Gislina sagði...

Við saumuðum nokkar saman bútasaumsteppi þegar ég var að bíða eftir Ellý Rún. Reyndar ekki svona 100 óska, bara svona úr keyptu efni. Var voða gaman að hittast og gera þetta og líka gaman að taka það upp og nota, maður fær alla biðtíman upp í minningarnar. :-)

Gilla

Þátttakendur