Hann Bjartur okkar er einstakur köttur að okkar mati. Svei mér þá ég held að hann telji sig vera lítla barnið okkar. Hann hefur náttúrulega lítið umgangist sína líka og er mest inniköttur. Stundum vill hann þó strjúka út en fer þá vanalega ekki langt eins og t.d. um daginn þegar kominn var töluverður snjór þá skaust hann út - fram hjá okkur - eins og eldibrandur. En þegar hann fattaði að hann stóð næstum á kafi í snjónum kom hann á ekki minni ferð hlaupandi inn aftur. Tommi er samt ansi duglegur að hleypa honum út í garð - en þá auðvitað í ól og bandi. Við viljum sko ekki missa hann fyrir bíl eins og Fylkir í fyrra.
En nú að myndum dagsins, þegar við komum úr verslunarferðinni í dag og tekið var uppúr pokunum til að mynda fyrir bloggið þá var sko Bjartur ekki lengi að snara sér í sófann þefa af fötunum og leggjast á þau ! Hvað er málið ? Líklega hefur amma Dúdú rétt fyrir sér að kisan okkar á eftir að verða abbbbó !!!
Bjartur lét sem hann heyrði ekki í mér !
Ha hvað ? Varstu að kalla á mig ?
Issss ! Læt nú ekki raska ró minni hérna í sólargeislanum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli