Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 6. mars 2008

Unglingurinn á árshátíð

Núna í kvöld er árshátíð unglinganna í Vogaskóla. Þetta er sko alveg alvöru - það átti að mæta 18.30 í sparifötum og svo er sest til borðs og borðað margréttað
Kristófer var voða fínn í svörtu jakkafötunum sínum og í nýrri blárri skyrtu sem amma hans gaf honum í gær. Mamman lagaði hárið til og setti smá gel auk þess að spreyja ilm á drenginn. Það þurfti ekki meira ! Ætli það verði ekki eitthvað öðruvísu þegar Harpa Hua Zi fer að fara á böll ?


Skólastjóranum þótti ástæða til að biðja fólk um að leyfa börnunum ekki að koma í limmósínu !!! Hún taldi það vera nægur tími til þess í framtíðinni. Ég er nú alveg sammála henni með þetta en samt bauðst ég til að keyra hann í limmósínunni minni uppí skóla eða sækja hann, en það var pent afþakkað - hann vildi heldur labba !


Já þetta eru skilaboð um að það sé ekkert sérstaklega kúl að láta mömmu sína keyra sig. Bíð nú spennt eftir að hann komi heim til að segja hvernig var á fyrstu alvöru árshátíðinni.


Hér eru nokkrar myndir en fleiri eru á Flickr.com :
http://www.flickr.com/photos/hrannsa/





















Engin ummæli:

Þátttakendur