Lilypie 1st Birthday Ticker
Sýnir færslur með efnisorðinu Kínaferð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kínaferð. Sýna allar færslur

föstudagur, 11. apríl 2008

Guangzhou bæ, Beijing hæ og móðurást til barnanna minna

Við höfum ekki getað haldið uppi hefðbundnu ferðamanna bloggi. Enda er þessi ferð síður en svo ferðamanna/túrista ferð. Aðalmálið hér hjá okkur er auðvitað hún Harpa Hua Zi.
Henni verður þó aldrei kennt um það að halda foreldrum vakandi eða vakna á nóttinni - það hefur aldrei gerst 7-9-13 !!!!
Hún vaknar þá gjarnan um 7 og vill fá pela, eftir það höfum við getað komið henni niður til að sofna í nokkra tíma í viðbót meira segja svo lengi að við höfum misst af morgunmatnum sem er til 10.30
Nei nei það er ekki Harpa sem lætur okkur hafa fyrir sér - heldur bloggið , myndirnar, tiltekt, þvottur og frágangur sem tekur ótrúlega langan tíma.
Þessvegna ákvað mamman fyrir nokkrum dögum að gerast ekki algjör þræll aðstæðna og reyna að taka þessu léttar. Það á bara eftir að blogga seinna um upplifunina í Kína og sýna fleiri myndi það verður einskonar "katsch upp".
í fyrra kvöld fór mamman aftur í nudd og núna var það sko í 1 og 1/2 tíma, kem til með að skrifa seinna sérstaklega um þessa upplifun.
Nuddið var í svona heilsu miðstöð þannig að mammn bað um ráðleggingar frá chinese doctor varðandi vandamál í slímhúð munnsins. Ekta hvítsloppa læknir birtist svo í nuddið til mín og gerði allskonar rannsóknir en á samt ótrúlega löngum tíma. Niðurstaðan var þessi; þarft að fara oftar á klóið, drekka meira vökva og sofa milu meira !!! Jáhá - þetta vissi mamman reyndar innst inni sjálf. lækninginn var sem sagt að koma næstu 4 daga og drekka 1/2 líter af dökkbrúnu seiði sem ekki er hægt að segja að hafi bragðast vel og þar sem ferðin til Beijing var næsta dag þá fékk ég meðalið ekki einu sinni - því miður hjálpar það lítið þannig. Þetta varð samt til þess að ég hugsaði minn gang og hef reynt að kúpla mig aðeins niður. Ég var náttúurlega lika óhemju þreytt áður en lagt var af stað í þessa miklu ferð.

Ferðin hefur þó verið í flesta staði góð og verður án efa ein af eftir minnilegustu ferðum sem við höfum farið í.

Óhemjumikill munur er á "mentaliteti" hér í Beijing og niðurfrá í Guangzhou. Við kunnum ansi vel við okkur í Guangzhou en það var þó sumt mikið prímitívft á margan hátt, þó var fólkið afslappaðra hér heldur en í Beijing.
Mikill áhugi hefur verið sýndur á Hörpu og það erum við bara ánægð með en mömmunni var ofboðið í dag á stað sem líkist helst kolaportinu á mörgum hæðum. Þar var svo mikill áhugi og ég verð að segja frekra að selja manni eitthvað að mér varð ekki sama þegar mér var haldið - togað í kerruna - settur fótur fyrir framan hjólin og byrjað að grípa í Hörpu. Þetta vr alveg til að fylla mælirinn hjá mömmunni. Það þyddi hvorki að biðja - tala skýrar - vera ákveðin eða byrsta sig bara einu sinni til að komast í burtu. Hjúkk ! hvað það var ágætt að sleppa útá götu í traffikína - bara léttir. Aldrei hefði ég haft geð í mér að kaupa neitt þarna í þesskölluðum silkmarket. Ekki er mamman þekkt fyrir mikla fýlu eða skapvonsku heldur verið þekkt fyrir að versla og gera góð kaup, en þarna var nóg komið !

Þetta er því miður neikvæðu hliðar athyglinnar en oftast höfum við notið þess í botn að heyra hvað Harpa Hua Zi væri myndarleg, kát og sniðug stelpa. Já við höfum tekið undir hvert einast orð (þó að við höfum ekki skilið alla kínverskuna)og verið stoltir foreldrar. Þetta er þó engan veginn okkur að þakka hvernig barnið hagar sér í dag - hvernig gæti það verið eftir svona stutt kynni ? Hún Harpa okkar Hua Zi er bara svona vel af Guði gerð - hennar lundarfar er alveg einstakt - við köllum hana stundum fröken geðgóð - alltaf er stutt
i brosið. Auðvitað á líka fóstran hennar Ying miklar þakkir skilið fyrir að hafa gefið Hörpu mikla ást og kærleik - það fengum við líka staðfest þegar við forum á barnaheimilið og sáum hvað þær voru ánægðar að hittast.

Við höfum ekki verið mjög stíf á að halda Hörpu alveg fyrir okkur heldur hafa aðrir fengið að halda á henni ef hún vill það ! Oftast er það í lagi í einhvern tíma en svo hefur hún alltaf viljað koma til baka í fangið okkar. Hún áttar sig sko nokk á því hvaða fólk stendur henni næst.

Upplifun okkar að koma til Beijing frá Guangzhou var gífurleg, gjörsamlega 2 ólíkir heimar. Hvað veður varðar þá var óhemju mikill raki í Guangzhou það sá ég best þegar ég var að taka uppúr töskum í morgun - allt rakt eins og eftir stuttan tíma í þurrkara. Mikið saknaði ég aðstoðarpakkaranna minna Kiki og mömmu, þau eru náttúrulega snillingar í pökkun, höfum notið þess að er skipulagt og í pokum.
Hér í Beijing er töluvert kaldara en hentar okkur ágætlega. Harpa tók andköf þegar við komum útúr flugstöðinni - hvað gerir hún þá þegar við komum útúr Leifsstöð ???? Amma og Kiki - þið munið eftir að koma með galla og húfu !

Við vorum einstaklega heppinn með fararstjórn í Guangzhou - hana Sofie ! Reynslubolti , nákvæm og mjög mannleg. Hún var svo hrifin af hópnum og landinu að hún ætlar að koma til íslands í viku í sumar með dóttur sína. Mömmunni þótti einstaklega vænt um það sem hún sagði í lokin þegar hún var að kveðja - að hún hefði lært svo mikið af mömmunni. Okkur fannst við hinsvegar læra svo mikið af henni !

Móðurástin vex og vex og það er með ólíkindum hvað hægt er að bindast barni sterkum böndum á ekki lengri tíma. Það er líka svo auðvelt að líka vel við Hörpu og að elska fröken geðprúði.
Ég tel mig vera einstaklega heppna móður með bæði börnin mín. Kristófer var og er vel gerður, alltaf kátur og sérstaklega skemmtilegt barn - þeir sem þekkja hann geta eflaust tekið undir það. Hann er enn í dag alveg frábær drengur sem gerir mömmu sína stolta aftur og aftur. Hjá honum er einnig afskaplega stutt í fallega brosið. Þótt hann reyni stundum að vera Cool og brosa ekki ! Já það er bara svona unglinga eitthvað ------.
Við Kiki ræddum það svolítið áður en við fórum til Kína hvort það yrði alveg nóg ást til handa litlu barni eða hvort hún fengi alla ástina og athyglina. En það var nú hún Ingveldur vinkona mömmunnnar sem sagði að með öðru barni margfaldaðist ástin og það væri til nóg af henni. Svo sannarlega rétt og gaman að upplifa sjálfur að geta talað um börnin mín - þ.e. fleirtölu !

Ég tala mikið um hversu lík systkinin séu og vitna oft í eitthvað sem Kristófer gerði þegar hann var lítill. Þau eru lík í útliti en þó meira lík í skapferli - mér finnst það alveg magnað. Tommi segist vera sannfærður um að Marcello hafi haft eitthvað með valið á Hörpu að gera - það bara hljóti að vera.
Ég veit að þau verða dýrmæt fyrir hvort annað og hlakka óskaplega mikið til að sjá þau saman.

Jæja nú er best að hlýða því sem chinese doctor sagði og reyna að sofa meira. Læt því staðar numið í bili - vonandi gefst okkur tækifæri að blogga eitthvað meira hér í Beijing - það er samt ansi stíf dagskrá.

Þið megið hinsvegar gjarnan skrifa okkur í gestabókina - það er svo rosalega gaman að lesa kveðjurnar ykkar.
Þetta verður svo allt tekið saman í minningarbók handa Hörpu Hua Zi - dýrmæt frásögn og kveðjur þegar litla stúlkan kom í líf okkar.

P.S. rétt í lokin - mamman er sko ekki vön 5***** hótelum eins og þessu fína hóteli í hjarta Beijing. Það heitir hinu virðulega nafni Grand hotel Beijing, já hér skortir ekkert ! En þegar of mikið af fíniríi er í boði er auðvelt að ruglast á túpum !
Pabbinn byrjaði að opna flotta svarta kassa á baðherberginu með hinu ýmsu dóti í til snyrtinga.
Þar sá hann m.a. tannbursta og með hverjum fylgdi lítil tannkremstúpa - voða krúttað. Honum fannst þetta alveg frábært og sagði mömmunni að við skildum nú endilega nota þetta fína dót sem væri í boði á hótelinu. Þannig að í gærkveldi þegar við komum heim eftir einhverja þá dýrlegustu máltíð sem við höfum lengi fengið - Peking önd - þökk sé Bjarna reynslubolta sem lóðsaði allan hópinn þangað, ætlaði mamman aldeilis að prufa fína tannkremið og tannburstann. Verð að taka það fram að ég var afskaplega þreytt og ekki með gleraugun á mér þegar athöfnin hófst. Verð að viðurkenna að mér fannst strax eitthvað skrítið bragð en þar sem ég var stödd á svona fínu hóteli og maðurinn minn búin að tannbursta sig þá kunni ég nú ekki við að kvarta strax. Hélt þá áfram að bursta þó nokkra stund áður en mér datt í hug að skoða túpurnar betur.
Þá kom í ljós að mín var bara búin að kreista næstum úr heilli krúttaðri raksápu túpu á tannsburstann og án efa verið við að bursta í nokkrar mínútur !!!!
Vill einhver kommentera á þetta ?

laugardagur, 5. apríl 2008

Dásemdardagur og dýrmæt dúkka




Sefur vært og ekki er verra að hafa dúkkuna sína hjá sér.



Það var splæst í silkiteppi fyrir prinsessuna - vel við hæfi



Hluti af hóp 17 á veitingastað í Yangchun



Sandra King, Ruth dóttir hennar, mamman, Harpa, pabbinn og director mrs. Yu



Fóstran hennar Hörpu Hua Zi - mrs. Ying



Rúmið hennar Hörpu er hægra megin með dúkkunni






Skemmtilegir endurfundir



Pabbinn táraðist líka - nema hvað - þetta var mögnuð stund

Við Tommi erum gjörsamlega í sælurússi. Í dag fórum við með Sofíe sem er leiðsögukonan og hópnum okkar niður (suð-vestur) til Yangchun. Ferðin í bílnum fram og tilbaka var ca. 9-10 tímar ansi strembið sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. En guð minn góður hvað það var þess virði. Þar fengum við að sjá og upplifa allt þar sem Harpa Hua Zi fæddist og eyddi fyrstu 10 mánuðum ævi sinnar.

Þessi ferð var ekki skipulögð á prógramminu í upphafi og yfirleitt er foreldrum ekki leyft að sjá barnaheimilin.
En vegna mikils áhuga frá hópnum okkar var hægt að skipuleggja þessa merkilegu ferð í dag. Það má segja að rekin séu tvö heimili á sama stað en í sitthvoru húsinu. Annað er eins og hin hefðbundnu barnaheimili í Kína en hitt er rekið í sjálfboða vinnu yndislegrar konu sem heitir Sandra King og er frá Nýja Sjálandi. Nú eru 18 ár síðan hún kom til Kína og síðan hefur hún rekið 3 heimili sem hafa verið þekkt og mikils metin. Hún nefnir húsið sitt "House of Grace" sam þýðir hús dýrðarinnar - svo sannarlega nafn með réttu. Kári og Valdís voru komin með sambönd og létu semsagt Söndru vita af komu okkar.
Önnur hús eru einnig nálægt og þar býr aldrað fólk sem tók okkur mjög og var forvitið um komu okkar íslendinganna.

Alls ólíkt því sem við bjuggumst við og höfðum séð myndir af - af barnaheimilum í Kína ! Nú fyrir nokkrum dögum hafði amerísk fjölskylda sem dvelur hér á hótelinu fengið leyfi til að sjá barnaheimili dóttur þeirra og þar voru börnin reyrð niður í rúminn.

En þetta var nú ekki þannig í House of Grace - aldeilis ekki. Þetta var snyrtilegt og vinalegt heimili þar sem maður fann fyrir miklum kærleik.
Við vorum strax mjög snortin og reyndar var ég næstum orðin eins spennt að fara með Hörpu litlu Hua Zi á hennar heimaslóðir eins og hitta hana fyrir nokkru dögum.

Við vissum í rauninni ekkert hvað beið okkar !! Þó hafði fólk sem Kári og Valdís höfðu hitt hér á hótelinu og fengu dóttir frá Yangchun nokkrum dögum fyrr en við haft samband á e-mail (við erum enn ekki búin að hitta þau ---- stórt hótel ;-)
og þau höfðu farið til Yangchun og verið sagt að stelpurnar (2) sem væru herbergisfélagar hennar væru að fara til Íslands !!!! Þannig að þau hefðu tekið myndir af þeim og sendi þær til okkar í pósti í gær til að athuga hvaða stelpur það væru. Það fór ekkert á milli mála að þar var dóttir okkar Harpa Hua Zi. Yndislegar myndir - þær allar saman í rúmi og svo allar í matarstólum að lesa bækur - já það vorum við búin að átta okkur á að hún hafði greinilega handfjatlað og skoðað bækur - hún snýr þeim (við höfum keypt nokkrar nú þegar sem eru á kínversku og ensku) og flettir alveg eins og fullorðin manneskja.
Þannig vissum við strax í gær að Harpa Hua Zi hefði verið í "House of Grace" en gerðum okkur ekki grein fyrir hvaða þýðingu það hefði haft fyrir hana og nú einnnig fyrir okkur. Það var svo sannarlega vel tekið á móti okkur og var verið að skúra - við fengum inniskó en það gerði gólfið enn sleipara þannig að þegar mamman ( í geðshræringu) með Hörpu - nálgaðist herbergið hennar sem er nr. 9 og er kallað SUN room (ath ! Sólberg - Hrísey!) missti undan sér fæturnar framávið og pompaði beint á vinstri rasskinn. Ansi sárt en sem betur fer er þetta Natural Airbag - aðalatriðið var þó að ekkert kom fyrir Hörpu og hún virtist ekki kippa sér uppvið þessa uppákomu. Mamman er svo góður "dettari" !!!!
Í einu herbergi eru 4 börn og það er ein aðalfóstra sem sér um hvert herbergi í okkar tilfelli vildi það einnig til að fóstran hennar Hörpu sem heitir Ying var að láta frá sér börnin sín í fyrsta sinn - stutt síðan hún var ábyrg fyrir herbergi. Þetta var tilfinningaþrunginn stund við grétum öll í kór. Hún hélt á einni stúlku sem Harpa Hua Zi var greinilega rosalega ánægð að hitta og ég tala nú ekki um að hitta fóstruna sína - gjörsamlega stórkostlegt að upplifa þetta. En það sem var dýrmætast fyrir okkur er að fóstran gaf henni dúkkuna sem var í rúminu hennar - Ji þið hefðuð átt að sjá gleðina hjá barninu þegar hún sá þessa litlu dúkku ( NB hún er í fjólubláu). Hún teygði út hendurnar, sveiflaði fótum og ruggaði sér.
Ef maður ýtir á mallann á dúkkunni gefur hún frá sér fjögur hljóð; hlátur, grát, Ma ma (mamma) og Ba ba (pabbi) þegar fóstran leyfði henni að heyra hljóðin fór mín öll á ið - hún var svo sæl. Þetta er óhemju dýrmætt að hún hafi verið með talandi dúkku því þetta er ákkúrat það sem hún segir við okkur í dag ! Ég hef bara aldrei heyrt að barni hafi verið gefið dót frá barnaheimilum - ekki er hægt að segja að af nógu sé að taka.
Ég hét því að senda dúkkur og dót í staðinn fyrir þá sem við fengum. - förum strax að leita hér.
Harpa var í fyrsta sinn í kvöld sátt við að láta skipta á sér og fara í rúmið engin mótmæli - dúkkan var alltaf nærri ! Nú sefur hún vært og mjög afslöppuð með nefið ofaní dúkkunni og hendina yfir henni. Alveg dásamlega fallegt og hjartnæmt.
Ef einhver af ykkur blogglesarar góðir viljið gera góðverk og senda pakka á heimilið er það mjög vel þegið - her eru ekki mikil fjárráð og allt vel þegið -t.d. gömul mjúk/notuð föt.
ég get látið ykkur hafa heimilisfang en þið getið líka sent tölvupóst: heart4chinaorphans@yahoo.co.nz - Sandra King
Hún gefur reglulega út fréttabréf á netinu og er dugleg að láta vita af börnunum.

Nú held ég að ég haldi mér ekki lengur vakandi - hef enn frá mörgu að segja en það verður að bíða þar til seinna.

Dvölin hér hefur verið yndisleg í alla staði og við öll frekar afslöppuð - sem er ágætt. Meira að segja hefur ekkert verið haldið stíft í prógrammið sem búið var að setja upp - það er spilað eftir eyranu. Á morgun er ekkert fyrr en um kvöldið - sigling á Pearl River með mat og öllu - rosa spennandi.
Sérstaklega afþví að við finnum ekkert fyrir neinu stressi varðandi stelpuna okkar hún er mikil félagsvera og finnst gaman að vera á stjá og hitta fullt af fólki. Þó veit hún alveg nú þegar að við 2 erum fólkið sem hún á að treysta það sást greinilega í dag á barnaheimilinu - hún vildi fara í fangið á fóstrunni sinni og til Söndru King sem er kölluð Nai Nai (næ næ) sem þýðir amma. En eftir að hafa verið skamma stund hjá þeim þá vildi hún koma aftur til okkar - er þetta ekki stórkostlegt hvað svona lítil manneskja getur verið "stór".
Sandra sagði að hún Harpa sæji inn í hjartað á fólki - þannig gæti hún metið persónur.
Sandra gefur öllum börnunum sínum líka ensk nöfn þannig að Harpa var kölluð Theresa. Hún er aldeilis búin að eiga mörg nöfn stelpan !En núna mun dúkkan bara vera kölluð Theresa.

Þetta eru magnaðir dagar og miklar tilfinningar - þannig að við höfum ekki alltaf bloggað undireins eftir hvern dag. Við erum nokkuð lúin en það er nú líka bara okkur að kenna - ekki er litla stelpan okkar að halda fyrir okur vöku - hún sefur í minnsta kosti 8-9 tíma samfleytt þannig að stundum höfum við meira að segja þurft að vekja hana til að fara niður í morgunmat.

ææææ ég virðist ekki geta hætt að skrifa - mig langar svo að deila öllum heiminum þessari miklu reynslu okkar.
Nú þýðir þetta samt ekki lengur ég dotta stanslaust.

Hugur okkar verður á morgun hjá frænku okkar henni Sigrúnu Lind sem er að fara að fermast. Mikið hefði verið gaman að taka þátt í þessu - kærar kveðjur til hennar og allra í fjölskyldunni.

Kveðja frá Hrönn í alsælu í Kina (pabbinn og litla stelpan lúllandi)
p.s. þegar við komum á barnaheimilið stoppuðu fóstrunar mig með Hörpu og sögðu að þeim fyndist hún svo lík mér - ja ég segi ekki annað en það er ekki leiðum að líkjast - mikið hrós fyrir mig !

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Fyrsti heili dagurinn með Hörpu Hua Zi























Nú er fyrsti heili dagurinn okkar með Hörpu Hua Zi að kveldi kominn.
Rétt eftir að ég hoppaði uppí rúm í nótt rumskaði Harpa, bleyjan var alveg rennandi blaut og hún var greinilega þyrst. Eftir að búið að skipta um bleyju - sem er eitthvað það ömurlegasta sem hún veit - var hún lögð aftur í rúmið.
Fyrst var mótmælt kröftulega en svo róaðist hún og fór að frumflytja þessa líka yndislegu hjal sinfóníu tókst þannig að svæfa pabba sinn en mamman náði í diktófóninn til að taka þetta stórkostlega verk upp !
Við sváfum öll til að verða 8 - það þurfti að vekja litlu stelpuna sem skildi ekkert í þessum látum. Ekki skildu kínverjarnir í morgunmatnum það frekar þegar við þustum í gegnnum salinn og rétt gripum í ávexti og steikt beikon. Pabbinn safnaði saman ferskum ávöxtum í dollu - Harpa Hua Zi fékk svo að narta og sjúga þá í dag - var alveg vitlaus í epli og ananas. Þessi litla stúlka hefur sko góða matarlyst en ekki hefur hún verið að safna á sig kílóum því að hún er jafn þung og yngsta stelpan í hópnum 6,5 kg. Henni finnst Cheeeriosið líka alveg rosagott og ekki er verra að mega róta í skálinni og setja smá á gólfið. Magga Georgs heimilislæknirinn okkar gaf okkur góð ráð varðandi mataræði t.d. fara með þurrkaða ávexti - mamman keypti reyndar helling því það átti að vera orkustangir fyrir okkur pabbann. Í verslunarferð í Köben með Þórunni stærstu systur og Haraldi Daða tók mamman gráfíkjustöng - til að gleðja pabbann. En hann á ekki eftir að fá neitt af þessu - Harpa Hua Zi gengur fyrir því henni fannst þetta ekkert smá gott - bókstaflega hvarf ofaní hana. Vonandi hjálpar það til með hægðirnar því enn hefur hún ekki kúkað.
Í kvöld fórum við í fyrsta sinn út að borða á kínverskum veitingastað hérna á hótelinu - nema hvað ! Þar fékk Harpa barnagraut sem hún kannaðist greinilega við - hún smellir alltaf vörunum saman þegar hún er svöng og svo gefur frá sér vellíðunar hljóð þegar hún borðar.
Hún fékk mikla athygli frá kínverjunum í dag - eldri hjón komu og giskuðu strax á réttan aldur hennar og á veitingastaðnum var alltaf verið að kjá í hana og brosa til okkar. Þetta er það sem margir hafa sagt að þeim þykir óþægilegt en okkur aldeilis ekki - við erum sviðsljós fólk. (þó er eins og hún sé einhver "moviestar" á nokkrum myndum - með hendina á móti ljósmyndavélinni !!!)
Það er komin töluverð tengslamyndun á milli okkar t.d. vill hún ekkert hafa með aðra að gera nema þá að tala og horfa á aðra, ef henni finnst einhver koma of nærri sér þá hallar hún sér bara að okkur.
Pappírsvinnan hélt áfram í dag og við fórum í tvenn viðtöl auk fjölskyldumyndatöku. Allt til þess að fá formlega pappírana að hún sé okkar á morgun - sem betur fer þarf ekki að fara fyrr en í eftirmiðdaginn þá getum við verið í róleg heitum í fyrramálið og leyft henni að jafna sig og sofa út.
Mikill áhuga er á Íslandi en fólki finnst bara fyndið hvað við erum fámenn. Ein konan sem var á ættleiðingarskrifstofunni (notarius publicus) vildi endilega eiga myndirnar úr power point showinu sem var gert til að sýna að við værum kominn með nýtt heimili og af herberginu hennar Hörpu. Hún sagðist hafa mikinn áhuga á að vita þetta og vildi gjarnan fá fleiri upplýsingar um Hörpu Hua Zi þannig lét hún okkur fá nafnspjaldið sitt og kvaddi okkur með að segja hvað stelpan okkar væri einstaklega falleg og vel gerð. Já há við erum sko sammála henni.
Við þurftum að æfa okkur oft til að bera nafnið hennar rétt fram - þvi að við erum spurð að því hvað hún heitir - hljómar næstum eins og Yatzy ! Það á ekki að bera fram Háið í HUA ! ZI er hinsvegar eins borið fram eins og flugna suð ! Þetta er mikilvægt að kunna því að hún þekkir nú þegar nafnið sitt.

Meðan við vorum í pappírsstússinu notuðum við tækifærið og gáfum afmælisbarni dagsins henni Þorbjörgu Önnu Qing sína fyrstu afmælisgjöf - það var gaman að geta verið þau fyrstu til að gera það. Tommi dró enn uppúr fórum sinum eitt ljóð sem hann hann skrifaði á afmæliskortið.

Persónuleiki Hörpu Hua Zi kom aldeilis skemmtilega í ljós í dag - róleg, blíð, athugul, forvitin, svolítið stríðin (tók gleraugun af pabbanum - sjá myndir) og svo skýr á allan máta. Hún er líka húmoristi - tók uppá að setja uppá höfuðið dót og skríkti.

Þegar við komum aftur uppá hótel - stoppuðum við í litlu bókabúðinni og keyptum fullt af fallegum kínverskum mynda-barnabókum. Sú fyrsta sem varð fyrir valinu var með Mikka mús þannig að við ákváðum að þessar bækur yrðu keyptar fyrir peninginn frá ömmu Fríði og Kiki, takk takk bæði tvö.
Þið eigið líka eflaust eftir að skoða þær oft og mörgum sinnum með litlu stelpunni ykkar. Virkilega dýrmæt eign.

Við íslendingarnir fáum betri læknisþjónustu en kanarnir, Sofí "gædinn" okkar kom með læknir uppá herbergi á meðan bandaríkjamenn verða að fara í langar biðraðir og kuldalega læknisskoðun.
Læknirinn sagði að Harpa Hua Zi væri perfect og setti þumalputtann uppí loft. Hún ætlar að láta okkur fá lyf við kurrinu í henni og einhvern áburð á útbrot sem hún hefur fengið.


Enn og aftur kærar þakkir fyrir fallegu kveðjurnar frá ykkur öllum. Já hér grátum við líka yfir ykkar kveðjum þegar þið grátið yfir myndunum af Hörpu Hua Zi.

Enn eru myndamálin að vefjast fyrir okkur, mamman settist að hjá Valdísi og Kára (kærar þakkir til þeirra) til að hlaða myndum á Flickr.com - það er svo mikilvægt að geta sýnt ykkur sem flestar myndir.
Notið endilega þessa slóð til að sjá nýjustu myndirnar.

http://flickr.com/photos/hrannsa/

Þátttakendur