Lilypie 1st Birthday Ticker
Sýnir færslur með efnisorðinu Fjölskyldan á Snekkjó. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fjölskyldan á Snekkjó. Sýna allar færslur

sunnudagur, 23. mars 2008

Laugardagurinn til lukku

Pabbinn byrjaði á að drífa sig í Húsasmiðjuna til að kaupa rétta efnið á eldhúsgólfið. Það var bæs með hvítum lit - sem þarf endilega að taka langan tíma að þorna (24 klst) áður en það má lakka yfir það.
Jeppp, það var þá ekki eftir neinu að bíða að demba sér í að mála - hver stund dýrmæt !


Mamman er mikill reynslubolti í að mála og fannst pabbinn ekki alveg vera að gera rétt !!

Þannig að verkefna skiptingin var þannig að pabbinn fór fyrst vel yfir með bæsið í fúgurnar og mamman kom á eftir til að jafna út og fara síðustu bununa.

Eftir að gólfið var klárt var drifið í að versla eftir innkaupalista Ástu Hrannar fyrir ferminguna. Já einmitt - drifið í !!! Það þýddi lítið að drífa sig þegar allt var fullt af fólki allsstaðar að tæta og tæma úr hillum verslananna. Takið eftir fleirtala í verslun ! Þegar upp var staðið vorum við búin að fara í Jóa Fel, 2 Hagkaupsbúðir, 2 Bónusbúðir, Nóatún og 10-11. Þetta var sko ekkert grín - full vinna fyrir tvo í heilan eftirmiðdag - er þetta ekki magnað ?

Tommi þurfti að stökkva á síðasta rjómann í Bónus, tókum síðasta pítubrauðið, svo var leitað lengi að jurtarjóma - það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður kaupir hann ! Farið mjög varlega með marengsinn - þartil að konan við kassann missti einn í gólfið og brá helst við að mamman æpti upp yfir sig, hún var rosa snögg að hlaupa eftir nýjum marengs - það þýddi ekkert annað annars hefði þurft að gefa mömmunni áfallahjálp. Og hvað er með Rósmarín ? Finnst Reykvíkingum það allt í einu svona rosalega gott ? OK ef það var ekki til ferskt þá verður að hafa það - láttu okkur fá frosið - HA ekki heldur til ? Nú í versta falli þá tökum við bara krydd í dós - nei ég trúi því ekki - ekki til ein einasta krydd krukka af Rósmarín. Jæja ég segji nú ekki annað en verði ykkur að góðu með RÓSMARÍN steikina, salatið, kartöflurnar eða hvað það nú var sem Reykvíkingar voru að matreiða með þessu greinilega lang lang vinsælasta kryddi borgarinnar. Nú jæja er ekki til vanilludropar hér - allt í lagi maður - við förum bara í næstu búð......... svona hélt þetta ævintýri áfram í nokkra klukkutíma. Bíllinn belgdist alltaf meira og meira út og þegar komið var að búðarlokun var allt komið nema nokkrar mozzarellur.

Á meðan þessu ævintýri stóð komu mæðgurnar Jóhanna María, Telma og Unnur Ósk í heimsókn til Kristófers og ömmunar á Snekkjó. OOOoooo við erum ekkert smá spæld að hafa ekki hitt þær. En amman tók skemmtilegar myndir af heimsókninni:



Unnur Ósk fékk svona jóla/páska gjöf frá okkur
Umbro galla - vonandi passar hann


Unnur 'Osk man greinilega eftir Bjarti frá því í fyrrasumar. Hún er vön kattarkona því hún á hana Þumalínu Tár sem er aðeins yngri en Bjartur.
Hérna koma nokkrar dásamlegar myndir af Unni með Bjart.












Unnur Ósk og Kristófer eru góðir vinir - hún segist eiga hann !









Pabbinn sæll að vera kominn heim eftir velheppnaða verslunarferð.




Eftir matinn var baðinu breytt í eldhús og leirtauið vaskað upp. Það er jú að þorna blessað bæsið á eldhúsgólfinu. NB ! Mamman var með bala ofaní baðkarinu - sem var svo skolað sérstaklega vel til að eiga ekki á hættu að slikju af pastatómatsósu á skrokkinn í næsta baði.



HEI ! Ég dansa þá bara kattatangó á lyklaborðinu ef þú sýnir mér ekki athygli !




Kiki skemmti sér vel yfir myndashowinu sem á að sýna í fermingunni. Húkkit !
Það verður þá "seif" að sýna það án þess að fólk deyji úr leiðindum !



Pabbinn að tékka á tónlist í tölvunni fyrir fermingu og Kínaferð



Amman sívinnandi ! Nú var það síðasta umferðin af lakki á fatastandinn.
Jibbí ! Harpa verður sko ánægð með þetta fína rúm og stand í herberginu sínu.
Takk fyrir alla hjálpina amma okkar.


laugardagur, 22. mars 2008

Verkefnavinna á föstudeginum langa

Hugsa sér í dag er einungis ein vika þangað til við leggjum í hann til Kaupmannahafnar á leið til Kína. Styttist óðum í að fá að sjá stelpuna okkar - það verður yndislegt.
Nú svo eru bara 3 dagar í fermingu Kristófers - spennan magnast.

Þannig var núna enn einn dagurinn þar sem nóg var að gera. Pabbinn og mamman tóku til í eldhúsinu - heilmikið sem þurfti að þrífa eftir slípiríið - sag útum allt. Svo fór mamman í að raða öllum pappírum og gögnum um Kínaferðina í möppur. Pabbinn viðraði sólstólana - já því nú er vorið að koma ! Kristófer var duglegur að setja gömlu myndirnar sínar í Power Point show til að sýna í fermingunni - reyndar með smá hjálp frá ömmunni. Svo seint um kvöldið kíkti mamman á showið og þurfti að laga það "aðeins" til --- je minn eini hvað svona tekur langan tíma !
Mamman vildi líka gera vel við fjölskylduna afþví að allir voru svo duglegir þannig að það var snarað í pönnukökur og æbleskiver að dönskum hætti sem var svo rúllað uppúr flórsykri. Pabbinn sem segist ekki borða kökur var nú bara ótrúlega duglegur að borða okkur til samlætis.










Bjartur þessi elska alveg búin á því eftir að hafa verið allan daginn úti að leika í bókstaflegri merkingu það var skoppað eftir bolta og náð í spýtur. Allt varð að leik með dóti - já svona hefur vorið áhrif á dýr og menn. Hann heldur mér oftast selskap þegar ég er eitthvað að snufla frameftir en í kvöld gat hann alls ekki haldið sér vakandi og hélt loppunni yfir andlitinu.


föstudagur, 21. mars 2008

Slípidagurinn mikli - skírdagur

OG við slípum og við slípum - í dag var 3.i dagurinn sem unnið var við slípun á eldhúsgólfinu á Snekkjó. Jepp og það fór allur dagurinn í þetta - og pabbinn sem hélt að allt væri klárt í gærkvöldi ! Mamman hlýtur að vera með betri gleraugu ?
Þetta hafðist allt með góðri samvinnu og við vorum ekkert smá sæl þegar loksins var búið að slípa allt lakkið af. EN þá fór mamman að skoða lakkið sem átti að fara að nota og þá stóð "for Betong ikke træverk". Ekkert smá spæló ! Drengurinn í Húsasmiðjunni hefur verið ansi utan við sig þegar hann seldi pabbanum fúgur á milli borðfjalana og svo steypulakk !!!!
Það þýðir að ekkert er hægt að gera á morgun - allt lokað. Jæja það er svo sem nóg annað að gera t.d. hreinsa allt sagið sem þyrlaðist uppum allt og útum allt.


Mamman er mikil "Handywoman" og getur ekki látið vera að taka þátt í svona skemmtilegum verkefnum. Þó á hún auðvitað að passa hendina eftir aðgerðina, en það er ótrúlegt hvað er hægt að gera mikið með vinstri.

Pabbinn var næstum því allan tíman svona glaður ! Fannst þó að það væri komið nóg fyrir löngu síðan og að mamman væri ofvirk.

Menn eiga rétt á pásum og kaffitíma og matartíma í vinnunni. Verst að mamman var búin að taka áklæðið af sófanum til að þvo það. Samt var alveg hægt að hafa það cósý - náttfötin hjálpuðu auðvitað mikið til þess. Sprurning um að fara hanna svona þægileg vinnuföt ?

mánudagur, 18. febrúar 2008

Afmælishátíð ÍÆ - 30 ára

Kiki, Tommi, amman og mamman á leið í afmælið.

Fyrsta fjölskyldumyndin !


Hún Ásta vinkona okkar (sem á svo flottar græjur) tók þessa frábæru mynd af okkur.
Ég auðvitað minnkaði hana þannig að Hua Zi myndi ekki sjást, það má ekki ennþá !


Svona orðaði Ásta kveðjuna:

Hæ elsku Hrönn

Hér eru tvær myndir úr afmælisveislunni í dag. Fjölskyldumyndin af ykkur er rosalega flott. Ég er stolt af að eiga heiðurinn af fyrstu fjölskyldumyndinni :-)
Það var ótrúlega gaman að hitta ykkur í dag. Þið bókstaflega geislið af hamingju og það er eins og sólin sjálf fylgi ykkur. Innilega til hamingju með litla engilinn og gangi ykkur allt í haginn.

Bestu kveðjur,
Ásta

P.S. Á hinni myndinni eru Ragnheiður Guðrún og Margrét Bo Wan að skoða myndir af litla englinum ykkar.



Ragnheiður Guðrún og Margrét Bo Wan að skoða myndir af Hua Zi.
Amman og Kristófer hjálpuðu mömmunni að gera svona "mont" bók með myndum af gullmolanum okkar.



Flottar stelpur er það ekki ?


Til upplýsingar þá er Ásta vinkona okkar mamma Ragnheiðar Guðrúnar. Við kynntumst þeim í gegnum Unni Ósk og fjölskyldu í Hrísey. Þau voru í hóp 10 - aldeilis frábær hópur sem hefur gefið okkur mikið. Okkur er alltaf boðið í reunion hjá þeim þegar þau hittast eftir verslunarmannahelgina í Hrísey. Höfum lært mikið af þessu fólki og dýrmætt að fá að fylgjast með stelpunum þeirra.


Þátttakendur