Ástæðan fyrir því að fara í Smáralindina var að mamman ætlaði að fá sér nýja keðju fyrir krossinn sem Kiki gaf henni í jólagjöf.
Einnig átti að ná í fermingarservíetturnar sem við Kiki höfðum séð í feb. flottar Sudoku servíettur - en nei nei oooo svo spælandi - þær voru búnar, meiri vitleysan að kaupa þær ekki þegar við sáum þær fyrst.til í veskinu sínu að finna inneignar nótu frá Hagkaup sem hún var alv
Eftir ráðfæringar við Kristófer var ákveðið að hafa einlitar servíettur í grænum, túrkís og bláum litum. Þannig verður þetta líka flott í stíl við skreytingarnar og kertin.
EN þegar mamman er komin á staðinn sér hún oftast eitthvað annað "sniðugt" sem varla er hægt að vera án !!!!
Þannig rataði ýmislegt annað líka í körfuna, fleiri kerti í ferminguna og svo ýmislegt annað sem sjá má á myndunum.
Mamman hafði líka verið svo heppinn um daginn þegar hún var að taka til í veskinu sínu að finna inneignarnótu sem húnvar búin að steingleyma. Appelsínuguli jakkinn var keyptur fyrir inneignina !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgeoqGNDv6nT2coBXnwpPV7F4VYVPeZbImnhOkXlzU4u-sDRAErcSTCb71DYe6GOgxPS6tu9M_h6XMFq6ICfs-zSr0cVbomIAIeXG1BBlAeQMzc5S9wnW9qQdhAfLLDa_xLsKfdnG3ClSc/s320/IMG_4220.JPG)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjvJCiaf2UVPpyi5ewdbZxUgPShh8MuOBIrgCHWO5DQS9Vlzy_Zjde_5d9m0kFUdoFMf19AjWegBwETc9Zuxr4_CzKL-rEFoYnST4jpD9iZLeDRio4LwF_2uIVycPR86dgzwGlNMAk1tCE/s320/IMG_4221.JPG)
Hvítt dress með litlum skóm. 50% afsláttur í Debenhams.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjoY05NiZV-vC1uHpfp-4zkSXCVU6NuIXda6Qc9Y5Ns1L2I2uRcCiD5Yewt-vTyy6i9S8SKJy_dYD8ah2wa4jOTSWTKzfGgFwHsLipf6bEpYbiHdCF4ejim-_oUkY4e46dke98OPKnX3nE/s320/IMG_4224.JPG)
Gallajakki úr mjúku gallaefni - stærð 86 með 50% afslætti í Debenhams.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgy3NLAr-6fIc3nIHnUGyZdwTXlIYgemw5vX98twnUn3ut5tkhJVFDK3hlzo3uK90fBsiOUoNtWcA4IqnyjUHPLVqMwcrTJkttcGaWN5PWCJzO1gXNRaydF60-DjOeolVICgn_cDG4PbYI/s320/IMG_4222.JPG)
Flottar gallabuxur - kannski mamman fari með þær til Kína sem víxlföt á móti þeim sem Harpa Hua Zi kemur til með að vera í.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhFCOAxn74L6ZK5s17eMFU3x-TzeX5YHkXuj1Oe9aYzXnvQQSjozw4YReYI62h4-E4dRTDjzFBjChht9PUuzcnxs_51VWcaDedKhCm2dXOxU5G0Tm_1CctUlXQM41jUufgkDm1CvqGi42E/s320/IMG_4239.JPG)
Mamman hafði ekki hugnmynd um að það væri hægt að fá svona fallegar bleyjur með myndum. Þær voru ekki svona þegar hún var að passa krakkana í sveitinni í gamla daga.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg2egxCBjpbHr31iEvg5BjnrdVbFDQnUV6bRdJWDXs0b4gIcbItjBnEPVOHdangCfrvT7LPhyphenhypheneuDjrbZyqPt2fkhwaVZ1aWHGDHyZB7PgHPFz-FCu2m2diu5-aq5i4R8BudgvLcGapRRe4/s320/IMG_4231.JPG)
Það var nú ekki annað hægt en að kaupa svona sætan grís til að hafa í baðinu hennar Hörpu. Hún er jú fædd á ári svínsins í Kína.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEihnAUebFSHkMOTU7aEvXKC3A4OrxjwBKBaYNNzprOA2ch-eJq3ZAuRmmf2PPDL-iosFV_4PJh2bwBFmfspfwo9zJXBpd2mGGs8xfTbzQ-ul_mnm1C7VagnSQquMrtBWshfFd20anvEp8o/s320/IMG_4229.JPG)
Eyrnaslappi sem hægt er að festa á kerru eða rúm og svo á maður að toga í fjólubláa fiðrildið og það dregst til baka og hristist á meðan.
Vonandi hefur Harpa gaman að þessu.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjMp-Tm8HsY4p2xefOzQfJIxfkEsif9wBBVgGw3qq1cLDcYGbnj9KnVCm82fXexoaLh5jPDOVjuYowCBlnv6IODPszxw-NgpkPAPWXim4xVJlCLrBk3qqFp461VtDnAY0yNmkdWJMERCDM/s320/IMG_4234.JPG)
Maríuhænur eru lukkudýr í Kína - margir tengja þær líka við Rauða þráðinn sem tengir fólk sem á eftir að sjást/hittast.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhFMlHaY-Dz3HpxH6VfyzxcC17d_RLOa2ehFzShJOAnpmI_6xM5tiLp1a_iVaChoN84hS9GIm7C9cvRnJq3iE9wrQ-S9gTN84A5loifreGlAgcQ_ygLWDZqwl4U17EVoinZbv8Qpve089c/s320/IMG_4232.JPG)
Þetta er föndurpoki þar sem hægt er að föndra mismunandi maríuhænur. Skemmtilegt fyrir litlar stelpur !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhWlGKmF6Oq8AdyAtk4cTnLztI1hXr7wYQ18V5CdAaqJHYO9cXgueuxyXj6ZgE3X3PyVtvMC6ul9FibzY2RiwhWGKblvTw8c0RVsb_AfaDVFDLbasoa89Ltv8_rn2awaoWraoX-XDZvFK8/s320/IMG_4226.JPG)
Þetta er einhver sú mýksta peysa sem mamman hefur komið við svo er hún líka loðin.
Það verður frábært að knúsa Hörpu í henni.
Virkilega skemmtileg tuskubók sem mamman keypti til að fara með til Kína.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli