Lilypie 1st Birthday Ticker

föstudagur, 7. mars 2008

Séð og heyrt

Mamman fór í þessa venjubundnu innkaupaferð í dag og var ákkúrat búin að setja rauð og gul epli í poka auk nokkurra pera, þegar pabbinn hringdi og spurði hvar hún væri. Nú úti að versla !!!
HA ! Þá varð pabbinn hissa - hann var líka búinn að versla ! Mamman þuldi upp spurningar lista um - mundurðu/gleymdirðu þessu .... ? En nei pabbinn var búin að kaupa allt. Mamman ákvað samt að fara í gegnum búðina og taka allavegana ávextina - var hálf hallærislegt að skila til baka og labba tómhent út. Þannig að mamman klárarði hefðbundna hringinn en með allt öðru hugarfari - hmmmm - hvernig væri að prufa svona eða svona ? Fyndið hvað gerist á svona stundu - í staðinn fyrir mjólk, brauð, Cheerios og þetta "basicly" þá verslaði mamman nýja tegund af súkkulaði kexi og 2 klósett bursta ( á sitthvort klóið). Svo af því að það tók mikið skemri tíma að versla þá gafst nægur tími í að skoða blöðin. Þannig rataði skakki turninn og nýjasta Séð og heyrt í körfuna. Í báðum blöðunum eru greinar sem tengjast Kína, í skakka turninum er fjallað um að Rómverjar hafi verið í Kína (eitthvað sem Kiki hefur áhuga á) og svo eru 2 greinar í Séð og heyrt - önnur greinin er um 4 ára Kínasnót sem var 20.000 gestur á Gosa sýningunni og hin greinin er um 30 ára afmæli ÍÆ.






Engin ummæli:

Þátttakendur