Lilypie 1st Birthday Ticker

föstudagur, 28. mars 2008

Ja hérna hér !

Já nú er aldeilis búið að vera brjálað að gera. Sjaldan hefur mamman látið tölvuna vera ósnertaí meira en 2 daga en núna er bara búið að vera svo mikið meira en nóg að gera að tölvan og bloggið hafa þurft að lúta í lægra haldi.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu í fermingarveisluna og/eða sendu kveðjur kærlega fyrir drenginn. Ljómandi fallegar gjafir og stórkostlegir dagar með góðu fólki. Það er langt síðan Kristófer hefur verið svona glaður. Vonandi lifir þessi atburður ykkur í fersku minni eins og okkur.

Þó að ég hafi ekki bloggað hér á síðunni þá hef ég þó sett inn allar myndirnar á http://www.flickr.com/photos/hrannsa/

Það mun svo koma í ljós hvort það verði hægt að komast hjá netlöggunni í Kína til þess að blogga á þessari síðu. Annars reyni ég barnalandssíðuna - þar er hægt að leita að barni nr. 9034.

Það hlýtur að vera hægt að koma upplýsingum að á einhverjum af þessum 3 möguleikum.

Nú er kominn nótt og best að hætta - hér þarf að vakna snemma til að ná fluginu til Köben kl.8.

Hópurinn mun vera eina nótt í Köben og svo er lagt af stað til Kína á laugardagskvöldinu. Millilent í Beijing í 3 tíma og svo tekið innanlandsflug til Guangzhou. Verðum kominn seint á sunnudagskvöldi á hótelið - Hvíti svanurinn !!!! Eru þetta ekki örlög ? Næsta morgun á mánudaginn fáum við svo Hörpu Hua Zi í fangið. Það verður stórkostlegt.

Bestu kveðjur
Hrönn og Tommi

Engin ummæli:

Þátttakendur