Lilypie 1st Birthday Ticker

sunnudagur, 30. mars 2008

Langur dagur að baki, sápukúlurnar hennar Hörpu gerðar upptækar

Þessi dagur, ferðadagurinn mikli hefur gengið mjög vel. Flogið með SAS frá Kaupmannahöfn kl. 20. að íslenskum tíma, (kl. 04.00 kínverskur). Flugið gekk mjög vel, við gátum sofið svolítið þannig að tímabreytingin mikla hafði ekki svo mikil áhrif á okkur. Lent kl. 13.00 að kínverskum tíma, (kl.05.00 að morgni á Íslandi)

Nú vorum við komin til Kína, Bejing og ætlum að hafa það rólegt í tæpa 3 tíma á flugvellinum og síðan að leggja upp í 3ja tima innanlandsflug til endanlegs áfangastaðar, Guangzhou, í suður Kína, þar sem dætur okkar bíða eftir okkur.

Þessi flugvallardvöl breyttist í gríðarlega langt ferðalag, með lest, rútu og fótgangandi, yfirvigt hjá okkur, óskraðum farþegum sem urðu að verða eftir (SUMIR ERU EKKI ENNÞÁ KOMNIR), upptöku tollvarða á leikföngum Hörpu og margt margt fleira dreif á daga hóps 17.

Nú verður stiklað á því helsta:

Bejing-flugvöllur er víðáttustór, sérstaklega stækkaður nú fyrir Olympíuleikanna, þannnig að fyrst var tekin innanvallarlest í um 10 mín., síðan tók við svo löng rútuferð frá term. 3 til term. 1 og 2, að sumir voru farnir að halda að áætlun hefði verið breytt og ákvörðun tekin um að keyra suður til Guangzhou. Eftir um 20 mín. akstur stöðvaði bíllinn og flestur yfirgáfu hann, einnig hópur 17.
Við fengum ekki alveg rétt svör við fyrirspurnum gerði það að verkum að við biðum í rangri “tékk-inn” röð og síðan þegar það leiðréttist tók við löng ganga frá term. 2 að term. 1, þar sem við komumst loks í rétta röð. Þá tóku við hin ýmsu ævintýri, hjá hópi 17. Við með smá yfirvigt, lítið mál í sjálfu sér, en ein taska til viðbótar fór í handfarangur í stað þess að fara á færibandið. 3 töskur hjá okkur vigtuðu 44 kg. en máttu max vera 40 kg. Nú vorum við tvö komin með 5 töskur í handfarangur, segi og skrifa 5 töskur, en það voru þeir ekkert að setja út á og heldur ekki þyngdina á þeim.Við fengum að kynnast nákvæmninni í kínverska kerfinu.Með því að fara með tösku í handfarangur, sem áður hafði verið í farangurslestinni kostaði þá nákvæmustu skoðun sem við hjónin höfum nokku sinni lent í. Barnamatur, allt krem og vökvi, tekið upp og grandskoðað. Öll leikföng og taskan var gegnumlýst a.m.k. 4 sinnum. Að endingu var gert upptækt sápukúluvökvi og aprikósu-"smoothie"-djús í 2 litlum hyrnum. Hvort tveggja valið fyrir litlu dóttur okkar, en er nú eign og undir yfirráðum kínverska ríkisins.
Þegar þessu lauk voru 7 mín. þangað til véin átti að fara í loftið, þannig að það var hlaupið, með 5 töskur og við hliðið var einn kínverji á eftir okkur annars vorum við seinust. Þetta var okkar ævintýri, en aðrir lentu í stærra og áhrifameira mótlæti.
Ein hjónin, Brynjar og Andrea urðu eftir á flugvellinum, og komust ekki í loftið fyrr en um 8 tímum á eftir okkur. Ástæðan, þau voru ekki skráð í tölvunni, í okkar flug. Ein hjónin fóru í sitthvoru fluginu, Valdís flaug með okkur en Kári kom um klst. síðar, þannig að hópur 17 lenti í ýmsu.
Komum á svana-hótelið, sem lítur vel, og fengum herbergi nr. 1123. Röðuðum öllu í skápa, og slökuðum á, mikill léttir.
Nú er stóri stóri dagurinn framundan, það kemur í ljós hversu mikið rólegheitaljós dóttir okkar verður og hvernig aðlögunin gengur, en hún er alveg örugglega alveg æðisleg.
Fórum í búð að versla smávegis í matinn, og gegnum síðan til náða.
Börnin verða afhent kl. 16.00 á morgun mánudag, um kl. 08.00 að íslenskum tima.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Heil og sæl bæði 2. Ég er búin að vera í hláturskasti eftir að hafa lesið ferðasöguna ykkar. "Hrönn þetta er bara svona er við förum út fyrir landsteinana :-)"
En nú eruð þið sennilega upptekin við að taka á móti litla krýlinu ykkar og óska ég ykkur svo mikið mikið mikið til hamingju með prinsessuna. Gangi sem allra best í aðlöguninni og við mæðgur fylgjumst vel með. Hlökkum til að sjá ykkur öll sömul. Kveðja frá Ástu Hrönn og Álfheiði

Þátttakendur