Hlýtur að vera gömul sál þessi elska. Mömmunni hefur oft fundist að hann hefði betur átt að fara í sagnfræði eða annað álíka fag.
Þannig hefur nú undanfarið safnast saman FRÁBÆRAR VHS spólur. Verst þykir mömmunni hvað þetta tekur mikið pláss - fyrst var byrjað að fylla skápa og nú er svo komið að þær rata flestar út í bílskúr !
Vissulega eru margar ræmurnar orðnar klassikerar og aðrar mikilvægar fyrir fjölskylduna eins og þessar kínversku hér fyrir neðan. Mömmunni hlakkar mikið til að skoða þær, veit að leikkonan Gong Li er mjög fræg í Kína.
Hvort haldið þið nú að pabbinn eða sjoppueigandinn sé ánægðari með viðskiptin ???
Pabbanum finnst hann vera svakalega heppinn að fá svona sér "trítment" segir að kallinn geymi sérstaklega bestu spólurnar fyrir hann. Hann er dásamlegur þessi elska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli