Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 15. mars 2008

Bækur um Kína og Ítalíu




Pabbinn fór í Góða hirðinn í gær og keypti þessar gömlu LIFE bækur um Kina og Ítalíu. Ákkúrat þaðan sem börnin mömmunar koma frá !



Þessar bækur eru yngri en pabbinn en aðeins eldri en mamman. Ítalíu bókin er gefin út 1962 en Kína bókin 1965. Það er alveg dásamlegt að sjá hvernig myndirnar eru í bókunum. Þær hafa heilmikið sögulegt gildi og sumt er algjörlega klassískt. Dýrmæt eign fyrir heimilið okkar.












Svo er það stóra flotta bókin Undiscovered China sem kom í ljós í dag í sviðsstjóraflutningunum miklu. Það kom ýmislegt í ljós sem mamman hafði gleymt að væri til. Pabbinn sagði að þetta væri frábær bók til að hafa með í flugvélinni !!!! Hm Hm hún er næstum A3 að stærð - hann veit að mamman verður pirruð þegar hann byrjar að telja allt upp sem hann ætlar að hafa með sér.



Venjan hjá honum er nefnilega að fara með óhemjumikið magn af bókum og gömlum Moggum (nokkurra ára) sem á að lesa í ferðinni. Sjaldnast hefur það tekist og oft hafa blöðin komið með okkur til baka á klakann. Mamman hefur nú ekki verið að stressa sig of á þessu en núna þegar það þarf að pakka fyrir fleiri en okkur tvö og reglur um þyngd og töskur eru strangar í Kína þá er nú ekki annað hægt en að vera nervös !!!!



Nú verður spennandi að sjá hversu margir gamlir Moggar rata inní Kínverska alþýðulýðveldið ?

Engin ummæli:

Þátttakendur