Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 29. mars 2008

Tæknilegir örðuleikar og skilaboð





Við sváfum alveg ljómandi vel - það líklega borgar sig að vera á **** stjörnu hóteli. Það hafa mamman og pabbinn aldrei upplifað áður. Takk fyrir Kári að innleiða þetta í líf okkar - ferðalög okkar verða héðan í frá skipulögð á annan hátt !!! Síðast þegar við vorum í Köben vorum við í kojum á farfuglaheimili - ja við skulum segja að það hafi sinn sjarma EN óneitanlega er notalegra að vera á **** hóteli.
Jiiiiiii ! Hvað það verður gaman að koma á ***** stjörnu hótelin í Kína, White Swan og Grand Hotel Beijing.
Eflaust spilar inn í vellíðanina að nú fyrst í langan tíma hefur mamman sofið lengur en 4 tíma að meðaltali - ótrúlegt hvað skrokkurinn heldur út.

Jæja nóg af hótelum, við lentum í tæknilegum vandamálum í gær. Pabbinn sem er með BS gráðu - tæknifræðingur - gleymdi snúrum vegna tölvunnar sem eru sko til í massa vís heima ! Því hringdi hann í Adda mág og svo var farið og verslað 2 snúrur. Þannig var hægt að tengja litlu krútt tölvuna okkar við stóra flatskjáinn í hótelherberginu og blogga STÓRT.
Nú svo klikkaði mamman á að hafa ekki sett sig betur inní málin með ASUS vélina - hún var nefnilega búin að spyrja Steinar Huga hvernig væri best að geyma myndirnar og setja þær inn. Semsagt fulla upplausn á myndavélinni - hlaða þeim inná Flickr.com (Björg ! þar eru fermingarmyndirnar það gafst enginn tími til að setja þær allar á bloggið). þetta var mamman búin að prufa heima og gekk vel á hennar tölvu, s.s. Flickr minnkar myndirnar og þannig var auðveldara að setja þær á bloggið - EN mamman gleymdi því að krútt talvan er að keyra á Linux kerfi sem hvorki Flickr eða barnalandssíðan þekkja ÚPS !
Ætlum að reyna að nota PC vélarnar á fínu hótelunum til að setja inn myndir á Flickr. Já við finnum eitthvað útúr þessu - verst er að myndirnar eru á hlið !

Takk duglega fólk sem skrifið komment og í gestabókina. Það finnst okkur pabbanum dýrmætt.

Skilaboð til ömmunnar og Kiki - já það hefur skiljanlega verið tómlegra að fara heim án okkar :-)
EN það er stutt í að við komum til baka og þá verður sko fjör - ekkert lengur tómlegt í langan tíma - eða þar til að þið farið frá okkur til Ítalíu í sumar.

Nú verðum við að fara tía okkur í morgunmat - hann er að vísu til 11 ! Já það er greinilega líka lúxusinn við að vera á **** stjörnu hóteli.
Margt skemmtilegt framundan í dag - heimsókn til litlu fjölskyldunnar í Köben - smá fyrir fram ammmmmmælisveisla fyrir Harald Daða sem verður 2 ára á sunnudaginn/morgun. Vá hvað það er langt/stutt síðan hann kom í heiminn.
Við förum til þeirra með lestinni sem pabbinn tók alltaf þegar hann var námsmaður hér í Köben, hann er strax farinn að tala á nostalgískum nótum. Já talandi um langt/stutt síðan - þá var Þórunn bara lítil stelpa hér með foreldrum sínum, en núna býr hún hér í 4 manna fjölskyldu.
Harpa fékk fyrstu gjafirnar, frá Þorunni stóru systur, Jón og strákunum, fallegan kínakjól og bleikan galla ásamt léttum sokkaskóm. Mjög fallegt.
Í leiðinni á Hovedbanegaard ætlum við að gera 5 tilraun til að taka passamyndir af okkur sem við þurfum að hafa í Kína. Allir kassar sem við sáum í gær voru bilaðir !!!
Eftir að hafa dvalið hjá þeim í vafalítið - góðu yfirlæti þá verður haldið áfram í ferðinni til Kína - 9 tíma flug til Beijing.


Þeir sem vilja vita meira um ferðalagið hjá meðlimum úr hóp 17 geta fylgst með Kára Valdísi og Heklu Xi. Linkur á síðuna þeirra er hér til hægri undir fjölskylda og vinir. Þar fáið þið annað sjónarhorn á ferðalagið okkar t.d. hrós um mömmuna ;-)

Jæja nóg komið í bili - eru ekki allir orðnir spenntir með okkur að sjá Hörpu Hua Zi ??? Nú er einungis 2 dagar þangað til við sjáum hana og hún verður hluti af fjölskyldunni - hún hefur bara enn enga hugmynd um þetta allt saman !

Mamman fann dúkku á netinu/chinasprout sem er rosalega lík Hörpu meira segja með rendur á fötunum eins og Harpa. Sem betur fer kom hún tímanlega og er með okkur í för. Hinsvegar er DVD diskurinn um YANGCHUN heimabæ Hörpu ( bær ! - þar búa nú samt 1 milljón manns) og einnig auglýsinginn sem birtist um hana í blöðunum þgar hún fannst - ekki enn komið en er væntanlegt - þannig að amman og Kiki taka á móti þeim pökkum.




Þetta er dúkkan hennar Hörpu sem er svo lík henni. Mamman stillti henni meira að segja upp eins og Harpa situr.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Hæhæ vonandi gengur allt annað vel =)

Ég er sjálfur að nota Linux á lappanum og virkar fínt með Flickr. Þú þarft bara að setja inn Flash Player til þess að nota þægilegu upload græjuna. Hann sækirðu á: http://www.adobe.com/shockwave/download/index.cgi?P1_Prod_Version=ShockwaveFlash&P2_Platform=Linux

Veldu tar.gz for linux. Svo held ég að þú þurfir bara að afþjappa skránum og keyra flashplayer-installer.

Þetta ætti ekki að vera neitt mál. Gangi ykkur vel!

kv,SH

Þátttakendur