Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 25. mars 2008

Stórkostleg ferming


Falleg athöfn, skemmtileg myndataka, stórkostlegur matur og frábærir gestir. Við erum mjög snortin og alsæl með þennan óviðjafnanlega dag.

Þökkum fyrir samveru góðra vina og ættingja og fyrir fallegar kveðjur frá öðrum sem ekki gátu verið með okkur.

Við erum alveg örmagna og með hátt spennufall og þarafleiðandi verður ekki bloggað meira í dag. Hendum okkur í rúmið sæl og glöð. Myndir og upplýsingar koma á morgun.

Kristófer vill koma á framfæri þakklæti fyrir daginn - þetta var ómetanleg stund fyrir hann

1 ummæli:

Unknown sagði...

Takk fyrir mig. Sigurbjörg var hæstánægð með veislumatinn sem ég kom með heim.

Agnar

Þátttakendur