Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 20. mars 2008

Fyrir ferðalagið til Kína

Mamman sá þessa sniðugu uppblásnu púða og spurði pabbann hvort við ættum ekki að skella okkur á sitthvorn fyrir ferðalagið. Við höfum nú alltaf verið með uppblásna hálspúða og rúllu fyrir fæturnar, auk hlífar fyrir augun.
En núna erum við að fara í töluvert lengra ferðalang en vanalega og þar sem við erum bæði krónískir baksjúklingar er best að gera allt til að láta sér líða vel.
Þessir púðar nýtast hvort sem er fyrir bakið, hausinn og undir rassinn.
Ætli við eigum nokkuð eftir að finna fyrir þessari ferð að ráði ?

Mamman kolféll fyrir þessum klút í Söstrene Grene. Hann kemur með til Kína það er svo mikilvægt að verða ekki kalt á hálsinum.
Í flugvélinni er líka oft þannig loft að gott er að hafa klútinn þar til taks.
Harpa Hua Zi er víst einnig hrifinn af tuskum eða klútum og þarf að hafa þannig hjá sér þegar hún fer að sofa - annars er bara grátið. Þetta er samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum frá barnaheimilinu hennar í Kína.
Kannski finnst henni þessi fallegur eins og mömmunni já það er ekki verra að hafa klútinn fallegan til að lúlla með.

Lítil ferðataska fyrir Hörpu Hua Zi - í stíl við klútinn.


Mömmu taska úr Söstrene Grene - ótrúlegt hvað kemst mikið fyrir í henni. Mun ekki verða vanþörf á í Kína - já einmitt allir dýrgripirnir og gjafavörurnar.
Það besta við hana er að hún er mjög létt - þegar hún er tóm ! Það er gott þar sem kg. fjöldinn í tösku til Kína er einungis 20 kg. Skrítið !
Mikið lengra ferðalag en til USA en þar máttu vera með 40 kg.


Engin ummæli:

Þátttakendur