Lilypie 1st Birthday Ticker
Sýnir færslur með efnisorðinu Börn á sama tíma og við. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Börn á sama tíma og við. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 13. mars 2008

Á leið til Zoe

Þessar ferðatöskur ásamt eigendum eru á leið til Hong Kong og lenda þar á morgun.
Þau eru að fara ná í dóttur sína til Jangxi.
Hægt að fylgjast með þeim á linknum Zoe hér til hægri.

Falleg gjöf til barnaheimilis í Kína

Amma Leilu Grace sem verður náð í eftir nokkra daga bjó til svona fallegt Quilt teppi til að gefa barnaheimilinu sem hún hefur búið á.
Mikið er þetta fallega hugsað.
Hún segir að þetta sé "mini" útgáfa af teppi stelpunnar sem hún er að útbúa - þetta er samkvæmt hefðinni 100 wish Quilt.
Það er þannig að ættingjar og vinir senda kveðju kort og lítinn bút af efni til fjölskyldunnar og svo er búið til stórt teppi úr öllum bútunum. Einnig er kortunum og sýnishorni af efninu haldið til haga til minningar fyrir barnið.
Ætli einhver hafi gert svona hér á Íslandi ?

Slokkviliðs hjónin komin til Hong Kong

Vááa ! Nú er allt að fara af stað !
Slökkviliðs hjónin eru komin til Hog Kong og hitta dóttur sína eftir nokkra daga.
Þau segja að 15 tíma flug hafi ekki verið svo slæmt - gátu sofið mestallan tímann.
Þeirra linkur er undir Catherine hér til hægri undir upplýsingar á sama tíma og við.

Fleiri á leið til Kína að ná í dóttur sína

Spánverjarnir eru nú líka að fara leggja í hann til að ná í dóttur sína Bertu Ying.
Auðvitað eru ekki allir sem skilja spænskuna en vonandi koma þau líka með myndir.
Þau fara í gegnum París og síðan til Beijing þar sem þau gista á Capital hótel. Dóttir þeirra er í Nanning.

Þátttakendur