Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 10. mars 2008

Fyrir eða eftir Trade Fair ?

Mamman hefur fylgst reglulega með öllum fjölskyldunum sem fengu upplýsingar á sama tíma og við og deildu sínu bloggi á RQ.
Það eru tengingar á allar þeirra síður frá þessari síðu undir "Upplýsingar á sama tíma og við".
Þar eru t.d. hjón að bíða eftir Elizu sem er einnig í Guandong héraðinu eins og Harpa Hua Zi. Þau hafa verið logandi hrædd um að komast ekki út til Guangzhou fyrir stóru sýninguna Trade Fair í apríl. Það myndi nefnilega þýða að ekki væri hægt að fara fyrr en eftir sýninguna sem væri í byrjun maí. En eflaust eins og flestir vita er í byrjun maí hátíðarhöld vegna 1. maí sem standa einnig í nokkra daga. Öll þessi töf - bara vitandi að þetta gæti farið svona er alveg að fara með okkur.
Nema hvað ! Í dag sá ég að þessi hjón hefðu fengið TA ið sitt (travel approval) frá Kína í morgun þar sem þau ná að fara út fyrir sýninguna.
Mikið vona ég að við verðum líka svona heppinn, það munar nú um að sjá hana fyrr.
Guðrún í ÍÆ sagði okkur í gær á ferðafundinum að hún væri ekki mjög bjartsýn en það væri búið að leggja inn óskir okkar í hópnum að við vildum láta reyna á að komast út sem fyrst. Bætti einnig við að ef við kæmumst út fyrir Trade Fair þyrftum við líklega að fljúga alla leiðina á þess að gista t.d. í Beijing, þ.e. Ísland, Kaupmannahöfn, Beijing og svo til Guangzhou í einni lotu.
Það verður vissulega langt og strangt ferðalag en allt þess virði. Með þessu plani myndu líka Ingibjörg og Bjarni ná að hitta stelpuna sína rétt fyrir eins árs afmælið hennar sem er 1. apríl.
Vonandi vonandi vonandi gengur þetta upp !!

1 ummæli:

Gislina sagði...

Vonandi náið þið að komast út sem fyrst, er viss um að ferðaleyfin detta inn nógu snemma, þau hafa alltaf gert að, eða svona oftast allavega. Gangi ykkur vel í undirbúninginum :-)

Gilla og skotturnar tvær

Þátttakendur