Lilypie 1st Birthday Ticker
Sýnir færslur með efnisorðinu Bjartur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Bjartur. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 6. mars 2008

Nóg af bloggi

Er komið nóg af bloggi ??? Bjarti finnst það allavegana stundum og reynir þá að hafa vit fyrir okkur. Í gær var hann búin að liggja lengi fyrir framan tölvuna og mamman varð að hafa hendurnar ofaná eða undir honum. En svo allt í einu stóð hann upp og labbaði á lyklaborðinu í smátíma þangað til hann ákvað hvað yrði besta stellinginn til að leggja sig í - beint á tölvuna !!!
Þó að ég færi að skellihlæja og kalla hátt á pabbann til að segja honum að koma og sjá hvað kötturinn hefði gert, lét Bjartur allt þetta ekki á sig fá og lét sem ekkert væri. Það var ekki fyrr en pabbinn var búin að taka mynd og kalla á hann að honum fannst ástæða að kíkja upp. Ég bara spyr, eru allir kettir svona ? Er þetta alveg normal ?

En nei nei auðvitað látum við köttinn ekki stjórna því hvað við skrifum mikið ! Þó að það nú væri. Við höldum ótrauð áfram - höfum svo gaman af því sjálf. Það gefur okkur heilmikið að lesa kommmentin og í gestabókinni. Nú svo er svo svakalega spennandi að sjá hversu margir droppa við og kíkja á síðuna okkar - nú erum við að nálgast 2000 innlit og það einingis eftir stuttan tíma í þessum bloggheimi ! Reyndar er ákkúrat núna 1966 innlit - sem er fæðingar ár mömmunar.




sunnudagur, 2. mars 2008

Meira af Bjarti

Bjartur er óendanleg uppspretta af sögum og myndefni. Mamman þreytist seint á því að blogga um þennan magnaða kött sem allir eru svo hrifnir af.
Í dag þegar sólin var komin í stofugluggann var Bjartur komin þangað undir eins til að sleikja sólina - þetta eru greinilega ljóna genin !!!
Hann var samt svo forvitin að vita hvað við vorum að gera í sófanum að hann stakk loppunni á milli gardínanna og var á gægjum. Eflaust hefur hann haldið að hann gæti bara séð okkur en við ekki hann - þetta var eins og heilmikið laumuspil hjá honum.








laugardagur, 1. mars 2008

Bjartur vill fá athygli

Fyrir nokkru var mamman að flokka of stór barnaföt sem koma ekki til með að passa strax á Hörpu Hua Zi og ganga frá þeim í geymslupoka.
Á sumum voru enn verðmiðar sem þurfti að klippa af - þannig að mamman var algerlega niðursokkin í þessa vinnu. Þá kom Bjartur - sem var orðin þreyttur á að fá enga
athygli - með tuskudýr í kjaftinum og lét það í ruslapokann með verðmiðunum. Ég tók hann úr og lét hann elta hann - þannig að auðvitað kom hann með hann aftur í pokann. Þá henti ég honum lengra og það varð til þess að Bjartur fornemaðist og skildi að ekki væri hægt að leika á þessari stundu. Þannig tók hann tuskudýrið aftur í kjaftinn og hoppaði uppí stól með hann. Sleikti hann og var góður við hann og virti mig ekki viðlits þó ég kallaði til hans.
Ég tók þessa myndaseríu sem mér finnst lýsa þessu ansi vel:












Bjartur - skrýtin köttur !

Hann Bjartur okkar er einstakur köttur að okkar mati. Svei mér þá ég held að hann telji sig vera lítla barnið okkar. Hann hefur náttúrulega lítið umgangist sína líka og er mest inniköttur. Stundum vill hann þó strjúka út en fer þá vanalega ekki langt eins og t.d. um daginn þegar kominn var töluverður snjór þá skaust hann út - fram hjá okkur - eins og eldibrandur. En þegar hann fattaði að hann stóð næstum á kafi í snjónum kom hann á ekki minni ferð hlaupandi inn aftur. Tommi er samt ansi duglegur að hleypa honum út í garð - en þá auðvitað í ól og bandi. Við viljum sko ekki missa hann fyrir bíl eins og Fylkir í fyrra.

En nú að myndum dagsins, þegar við komum úr verslunarferðinni í dag og tekið var uppúr pokunum til að mynda fyrir bloggið þá var sko Bjartur ekki lengi að snara sér í sófann þefa af fötunum og leggjast á þau ! Hvað er málið ? Líklega hefur amma Dúdú rétt fyrir sér að kisan okkar á eftir að verða abbbbó !!!



Bjartur lét sem hann heyrði ekki í mér !


Ha hvað ? Varstu að kalla á mig ?

Issss ! Læt nú ekki raska ró minni hérna í sólargeislanum

Þátttakendur