Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 17. mars 2008

Rúm og dúkkurúm

Þessi sunnudagur var nýttur í að undirbúa heimkomu Hörpu Hua Zi. Pabbinn byrjaði að pússa rúmið - sem hann reyndar ætlaði að vera löngu búin að gera. Amman var slöpp en kom samt til að hjálpa að sauma, fyrst var sett þykkt og fínt efni á dýnuna og síðan bjó hún til yndislegt sett af dýnu, sæng og kodda í dúkkurúmið. Kiki greyið hélt áfram að vera lasinn en náði samt að lúlla svolítið í eftirmiðdeginum. Alda var hjá okkur um helgina en vildi mest vera í sínu herbergi. Mamman var að undirbúa bækling fyrir fermingarveisluna hans Kristófers. Svo þurfti hún að finna myndir af fjölskyldunni sem verða settar í bók til að hafa í Kína. Þannig verður hægt að sýna Hörpu myndir af fólkinu sem hún á eftir að kynnast. Fyrst var planið að klára bókina fyrir ferðina en í dag var ákveðið að þetta væri alveg ágætis dundur í flugvélunum. Amman benti samt á að ekki þyrfti að hafa heila skrapp tösku með sér.

Allir í hópnum okkar hafa ákveðið að vera eina nótt í Kaupmannahöfn áður en við leggjum í langa langa ferðalagið til Guangzhou. Við bókuðum hótelherbergið í dag með Tivoli garden view.

Í fréttunum í dag var sagt að óeirðir vegna mótmæla væru í Tíbet og allt flug til og frá Lhasa væri stöðvað. Vonandi hefur þetta engin áhrif á okkar ferðaplan ! Ætli Björk hafi hrint einhverju af stað með ábendingum sínum á tónleikum að það ætti að frelsa Tíbet ?











Engin ummæli:

Þátttakendur