Í bókapakkanum sem kom í dag frá Chinasprout voru tvær bækur keyptar handa Hörpu Hua Zi.
Okkur finnst svo óhemju dýrmætt að eiga eftir að njóta þess að upplifa með Hörpu fyrsta afmælisdaginn hennar sem er 2. júní.
Það er svo miklu meira en við þorðum að vona þegar við byrjuðum í og vorum í ættleiðingar biðferlinu. Við bjuggumst satt best að segja við barni sem í besta falli væri eins og hálfs en undirbjuggum okkur frekar fyrir að hún væri jafnvel tveggja ára eða eldri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli