Lilypie 1st Birthday Ticker

föstudagur, 21. mars 2008

Slípidagurinn mikli - skírdagur

OG við slípum og við slípum - í dag var 3.i dagurinn sem unnið var við slípun á eldhúsgólfinu á Snekkjó. Jepp og það fór allur dagurinn í þetta - og pabbinn sem hélt að allt væri klárt í gærkvöldi ! Mamman hlýtur að vera með betri gleraugu ?
Þetta hafðist allt með góðri samvinnu og við vorum ekkert smá sæl þegar loksins var búið að slípa allt lakkið af. EN þá fór mamman að skoða lakkið sem átti að fara að nota og þá stóð "for Betong ikke træverk". Ekkert smá spæló ! Drengurinn í Húsasmiðjunni hefur verið ansi utan við sig þegar hann seldi pabbanum fúgur á milli borðfjalana og svo steypulakk !!!!
Það þýðir að ekkert er hægt að gera á morgun - allt lokað. Jæja það er svo sem nóg annað að gera t.d. hreinsa allt sagið sem þyrlaðist uppum allt og útum allt.


Mamman er mikil "Handywoman" og getur ekki látið vera að taka þátt í svona skemmtilegum verkefnum. Þó á hún auðvitað að passa hendina eftir aðgerðina, en það er ótrúlegt hvað er hægt að gera mikið með vinstri.

Pabbinn var næstum því allan tíman svona glaður ! Fannst þó að það væri komið nóg fyrir löngu síðan og að mamman væri ofvirk.

Menn eiga rétt á pásum og kaffitíma og matartíma í vinnunni. Verst að mamman var búin að taka áklæðið af sófanum til að þvo það. Samt var alveg hægt að hafa það cósý - náttfötin hjálpuðu auðvitað mikið til þess. Sprurning um að fara hanna svona þægileg vinnuföt ?

Engin ummæli:

Þátttakendur