Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 4. mars 2008

Amma Dúdú kaupir höfuðföt

Mamman fór með ömmu Dúdú í fræga Outlettið í dag meðan beðið var eftir að amma Fríður yrði búin í kínanuddinu.
Mamman vissa að amma Dúdú væri hrifinn af allskonar höfuðfötum og þar sem hún hafði séð svo mörg smart síðast frá Kangol þá vissi hún að hún hefði gaman af því að skoða þau.
Flest öll fóru henni vel en hún ákvað að taka 1 hatt og 3 der/skyggni. En á meðan amma Dúdú var að máta fór mamman að gramsa í körfu á gólfinu og fann þar lítil höfuðföt - alveg passleg á Hörpu Hua Zi. Verðið var brandari - 150 kr. stk. Jiiii hvað er gaman að versla á þessum kjörum - nauðsynlegt fyrir vogir sem aldrei geta ákveðið sig !!! Þarna þarf bara að taka eina ákvörðun - kaupa allar týpur !!!! Svo sá mamman fallegt hvítt hördress, bol og buxur. Síðan þegar mamman ætlaði að fara borga sagði amman að hún vildi gefa Hörpu þetta allt, frábært - TAKK ! Mömmunni finnst það nú einstaklega skemmtilegt að ákkúrat amma Dúdú gefi öll höfuðfötin - því það er sko alveg hennar deild.
Nú er bara að vona að Harpa verði ekki eins og beibíið á Rossó í gær - tók alltaf af sér húfuna og henti í gólfið !
Eftir að hafa keyrt ömmurnar heim til sín og mamman komin á Snekkjó tók við myndataka. Það verður allt að vera skráð og myndað - fyrir bloggið. Við viljum að Harpa Hua Zi viti það seinna hvað við höfum verið að gera fyrir hana og hugsa til hennar.
Myndatakan var heilmikill viðburður - Kristófer hjálpaði mömmunni og var stílisti. Pandan hennar Hörpu var módel fyrir höfuðfötin og stóð sig svona líka vel. Sjáið bara hvað árangurinn er frábær !























Engin ummæli:

Þátttakendur