Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 5. mars 2008

Nostalgía

Mamman fór á kaffihús í M&M í dag með nemendum sínum. Á leiðinni út sá hún eina af hennar uppáhalds bókum frá því hún var lítil. Nýja húsið hans Barbapabba ! Allir af þessari kynslóð hljóta að muna eftir þessum bókum ! Ekki spillti nú fyrir að bókin væri fjólublá alveg eins og uppáhalds fígúran hún barbafín. Já já fjólublái liturinn hefur alltaf verið stór hluti í lífi mömmunar eins og margir hafa líklega tekið eftir. Þessi litur mun fylgja henni um alla tíð - enda er hann líka sérstaklega "Kreatífur" litur. Eins gott að allir séu sáttir við það !!! Einu sinni - já bara 1X sagði pabbinn: "er ekki komið nóg af þessu FJÓLUBLÁA drasli ???????? jóv vóv ! En hann hefur ekki sagt þetta aftur og kemur líklega ekki til með það á næstunni.
En aftur að bókinni - uppáhaldssíðan var þar sem sést þverskurður af húsinu þeirra og hvert einasta barbapabba barn átti sítt spes herbergi. Nákvæmlega svona hús vildi mamman búa í þegar hún yrði stór. Eftir að hafa skoðað bókin vel áðan var nú margt í húsinu þeirra likt okkar í Snekkjó þ.e. mörg mism. rými og holur. Formið er þó allt annað - væri helst hægt að komast nálagt barbapabba húsinu með því að búa í kúluhúsi ! Hver veit hver veit - kannski í framtíðinni ?
Ég vona að Harpa Hua Zi kunni líka að meta barbapabba. Hún mun allavegana ekki þurfa að biðja oft um að mamman lesi barbapabba fyrir sig.


Engin ummæli:

Þátttakendur