Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 4. mars 2008

Rossopomodoro - dagur að hætti Marcello

Nú er liðið ár síðan að Marcello pabbi hans Kristófer lét lífið í bílslysi í Öxnadal. Til að minnast hans bað Kristófer um að farið yrði út að borða á Rossopomodoro - það er einmitt sá staður sem Marcello vann sem lengst á meðan hann bjó hér á Íslandi. Í okkar huga er hann enn tengdur þessum stað. Kristófer var búin að ræða við sr. Jón Helga að það ætti einmitt að gera eitthvað í anda pabba hans á þessum degi.
Amma Dúdú, afi Trausti og Tommi voru komin aðeins á undan því að rétt áður en við fórum útúr húsi hringdi Betty systir Marcello frá Ítalíu til að segja okkur hvernig þau hefðu minnst hans þar.
Þau fóru öll í kirkjugarðinn í gær og í dag var hans minnst í messu í Mílanó þar sem fjölskyldan kom saman.

Sem betur fer var Enes vinur Marcello að baka pizzurnar í kvöld - hann býr sko til bestu pizzur í HEIMINUM !!!! Hann ætlar að reyna að koma og búa til pizzur fyrir ferminguna hans Kiki annan í páskum.
Við mælum sko með þessum pizzum - mmmmmnnn,, hvað þetta var góður matur.
Það er sko alveg öruggt að Marcello hefði verið ánægður - eða er ánægður - við trúum að hann sé með okkur.
Kristófer fannst svolítið rólegt - líklega vegna þess að það er mánudagskvöld en einnig vegna þess að það verður aldrei sama stemning og þegar pabbi hans var þar Chef, þá var alltaf líf og fjör. Þessvegna teljum við líka að nauðsynlegt sé að vera ekki mjög döpur - Marcello hefði ekki viljað það.

Astrid frænka var yndisleg að hringja - Kristófer þótti virkilega vænt um það.
Svo sendu Bíbí og Halldór fallegt sms en þau höfðu alltaf verið með 4. mars í huga.
Sara yngri systir Marcello sendi mér og Kristófer falleg sms - svoleiðis er dýrmætt.
Þórunn stæsrsta systirinn sendi kveðju með sms frá Danmörku.

6. mars fengum við kveðjur frá Sophiu í Ástralíu sem þekkti Marcello vel og Deboru á Ítalíu þær eru báðar góðar vinkonur mömmu frá því í Marangoni skólanum í Mílanó. Mjög hjartnæm og hlý bréf frá þeim, einnig sendi sr. Sólveig Lára yndislegan tölvupóst og sagðist hafa hugsað mikið til okkar.








Engin ummæli:

Þátttakendur