Lilypie 1st Birthday Ticker

sunnudagur, 2. mars 2008

Ársminning Marcello



Marcello pabbi Kristófers lést í bílslysi nú um rétt fyrir ári síðan, þ.e. 3.mars 2007. Í raun væri það dagurinn í dag ef ekki hefði verið hlaupársdagur í fyrradag.
Við byrjuðum á að fara í æskulýðsmessu í Langholtskirkju með ömmu Fríði, ömmu Dúdú og afa Trausta. Eftir fallega messu kveiktum við á kertum við altarið til minningar um Marcello - Kristófer raðaði þeim fallega uppí kross.
Á leiðinni heim komum við í bakarí og allir fóru svo heim á Snekkjó í flottan brunch. Þar á eftir fór afi heim en Kiki bað hann að koma með sér fyrst í Nexus til að kaupa fleiri Warhammer - fígúrur.
Við hin fórum yfir boðslistann fyrir ferminguna hans Kristófers á meðan og þegar Kiki kom heim var drifið í að gera boðskortin sem enn vantaði og setja þau í umslög. Það eru ca. 100 manns á boðslistanum - vonandi geta sem flestir mætt - vitum þó að kannski stendur illa á hjá fólki sem hefur planað eitthvað um páskana.
Kristófer var svo spenntur að byrja að mála fígúrurnar að þeir Tommi fóru í Húsasmiðjuna til að kaupa svart sprey sem grunn á fígúrurnar. Þeim var stillt uppá kassa útí garði og þar var spreyjað.
Við vorum búin að ákveða að fara í Fossvogskirkjugarðinn til að kveikja á kerti fyrir Marcello - það varð að dýrmætri stund á fallegum stað. Eftir það var ömmu Dúdú skutlað heim og síðan farið með ömmu Fríði á bílaverkstæðið hans Sigga - þar á Korandóinn aldeilis eftir að fá flotta yfirhalningu.
Við erum þakklát fyrir þennan dag og líður vel með að minnast Marcello á þennan hátt - hann hefur eflaust líka verið ánægður.
Kristófer sagði síðan frá því að hann og sr. Jón Helgi hefðuð verið búnir að ræða um að það væri sniðugt að fara út að borða á Rossopomodoro, þar sem Marcello vann sem lengst. Þangað förum við á morgun - þann 3. mars.





Engin ummæli:

Þátttakendur