Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 3. mars 2008

Lega Íslands mikilvæg fyrir Kínverja

Kínverjar hafa sýnt Íslandi sérstakan undanfarið, ekki bara vegna ættleiðinga, heldur vegna breytinga af völdum hnattrænnar hlýnunar. Þannig mun myndast siglingaleið í N-Íshafi sem framtíðarsiglingarleið á milli N-Evrópu og Asíu. Margt bendir til að eftir 7 til 8 ár geti kaupskip siglt allt árið um kring um Norðuríshaf. Ísland mun þá gegna lykilhlutverki í vöruflutningum á þessu svæði, og nú þegar hafa m.a. stórfyrirtæki á borð við Eimskip opnað risafrystigeymslu í Kína. Hagsmunir Kínverja eru þarna miklir, og bent er á að ekkert erlent sendiráð á Íslandi sé stærra en það kínverska og að Kínverjar hafi verið Íslendingum innan handar í baráttunni fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Svo skemmtilega vill til að afi Hörpu Hua Zi, Dr. Trausti Valsson skipulagsfræðingur og háskólaprófessor, er sá Íslendingur sem einna mest hefur velt fyrir sér áhrifum hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum og gaf út bók um efnið á síðasta ári og er nú með heimildarmynd í smíðum, í samvinnu við Ara Kristinsson kvikmyndargerðarmann.

Í grein um bók Trausta segir m.a.:
Trausti skrifaði bókina How the world will change with global warming (Hvernig heimurinn mun breytast að völdum hlýnunar jarðar) þar sem hann setur fram kenningar sínar um málið og varpar ljósi á eina mögulega framtíð jarðarbúa.

Trausti segir, að í bókinni leitist hann við að draga upp mynd af heiminum í heild sinni og þeim loftslagslegu áhrifum sem telja má líklegt að hækkandi hitastig á heimsvísu hafi í för með sér. Þær löngu siglingaleiðir sem stærri flutningaskip þurfi nú að fara til að ferja varning á milli heimsálfa munu styttast til mikilla muna.

Síðan er þetta haft eftir Trausta:
„Risaskip dagsins í dag komast ekki í gegnum Panamaskurðinn og þurfa því að sigla óralanga leið í kringum heilu heimsálfurnar til að komast á áfangastað. Það er ljóst að ef hafís heldur áfram að bráðna á þeim hraða sem við sjáum í dag mun ekki líða á löngu þar til Norðvesturhliðið svokallaða opnast og hægt verður að sigla beint yfir Norðurskautshafið. Þetta mun gjörbreyta öllum siglingasamgöngum og flutningaleiðum, enda verður um u.þ.b. fimm til níu þúsund kílómetra sparnað að ræða. Við getum, sem sagt, búist við því að skipaumferð fram hjá Íslandsströndum stóraukist og verði orðin töluverð innan tveggja áratuga; en því fylgja bæði tækifæri og hættur. Íslenska Landhelgisgæslan þarf að fjárfesta í mjög kostnaðarsömum tækjabúnaði til að geta aðstoðað skipverja í hættu stadda,í skipum af þeirri stærðargráðu sem búast má við að fari að sigla um landhelgi okkar. Svo geta þessi skip haft alls kyns hættulegan varning innanborðs. Tækifærin felast hins vegar í umskipun og almennri þjónustu við þessi mörgu og gríðarstóru skip.“

Engin ummæli:

Þátttakendur