Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 5. maí 2008

Mamman í fyrsta sinn í burtu frá Hörpu sinni

Hmmm ! Já pabbinn sagði mér að hann hefði aldrei elskað eins og mig !
Það er eins og maður þurfi að velta því fyrir sér !

Mamman þurfti að fara í fyrsta sinn í burtu frá Hörpu Hua Zi í dag - það var ekki auðvelt ! Nauðsynlegt samt að fara til læknis og betra að skottan þyrfti nú ekki að hanga á leiðinlegri biðstofu þannnig að amma Fríður kom og passaði mig á meðan.
Þegar mamman kom heim tók hún þessa mynd - það var sko greinilegt stuð á Snekkjó á meðan mamman var í burtu. Harpa hjálpaði ömmu að sauma og svo var leikið sér að vild.

Það var alveg svakalega mikið fjör í kvöldmatnum. Svo mikið verið að sýna listir sínar hvað maður væri stór og allt annað þannig að það þýddi ekkert annað en að setja Hörpu í bað. Ómöglegt að hafa mat í hárinu.


Búin að borða heilan helling eins og venjulega, í dessert voru bláber og melóna sem henni fannst æði.

Ha ! Er ég eins og pönkararnir í gamla daga ? Ég man ekkert eftir því - en mamma segir það !

Þvílík breyting - hér er ég fína stelpan ! Það væri nú ágætt ef hægt væri að ráða við hárið líka þegar það er þurrt !

Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta tíkó - er þetta nógu flott hjá mömmu ?

Það varð að fylgjast með ömmu sinni klára að sauma fína Mei Tai pokann sinn.


Pokinn tilbúin og amma að máta. Það verður gaman að sjá hvernig fer um Hörpu Hua Zi í þessum poka. Hann er gerður eftir fyrirmynd af poka sem Auður frænka á og lánaða okkur til að fara eftir.

Engin ummæli:

Þátttakendur