Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 12. maí 2008

Hvítasunnan á Snekkjó

Þessi mynd er alveg einkennandi fyrir þessa fallegu og glöðu stelpu.
Hvernig er annað hægt en að heillast af svona sjarmatrölli ???

Fyrst um morguninn voru gerðar léttari æfingar þar sem var tosað í buxurnar hans pabba og þannig náð að reisa sig upp.

Náði að fara sjálf upp og standa við stólinn í dag - sjáiði bara hvað ég er montinn ! Það er ekki nóg með að það hafi bara tekist í eitt skipti heldur var leikurinn endurtekinn mörgum sinnum.
Mamman setti hana í skrið sokkabuxur sem eru með stama punkta að neðan og á hnánum þannig að það hefur eflaust hjálpað til - nú nær hún líka að fara á 4 fætur en veit svo ekki hvernig á að halda áfram.

Pabbinn að taka upp afmælispakkana með seinni skipunum eins og sagt er - hann á jú afmæli 28.04.

Systkinin fylgjast með þegar pabbinn er að taka upp afmælispakkana.

Pabbinn og Harpa að taka upp pakkann frá Eddu og Baldri. Þetta voru ofboðslega falleg föt sem sonar dóttir þeirra selur á vefverslun þetta er slóðin: http://www.litlarstjornur.is/
Mæli með að skoða þessa síðu - virkilega flott föt.
Fötin hennar Hörpu eru enn aðeins of stór en verða líklega fín með haustinu þá eiga eflaust eftir að birtast myndir í henni þar sem hún skartar þessum fínu fötum.
Við fengum góða gesti í heimsókn, Baldur og Edda frænka pabbans. Það var alveg rosalega gaman að fá þau til okkar þau eru svo yndisleg.
Þeim var tíðrætt um ferminguna hans Kiki og hvað það hefði verið gaman - Baldur sagðist aldrei hafa verið í svona flottri veislu með svona góðum mat !!!
Svo voru þau svo ánægð með litla prinsinn eins og þau kalla hann Kristófer okkar.

Edda frænka gefur mér heljarinnar knús - hún er svo rosalega barngóð og það fann maður auðvitað strax. Harpa varð samstundis rosalega hrifinn af frænku sinni.
Við sýndum þeim videóið afþví þegar við tókum á móti Hörpu Hua Zi í fyrsta skipti og þegar við fengum að fara og sjá barnaheimilið þar sem hún hafði verið - þau voru alveg snortin.
Edda segir oft og enn og aftur að ég sé svo lík Kaju ömmu Tomma - ég verð nú að fara sjá myndir til að skoða það !

Íris fékk að halda á Hörpu í smátíma - ætli hún hafi skynjað að Íris væri ólétt ?
Ég man þegar ég var ólétt af Kristófer á ítalíu þá var eins og ég drægi að mér öll börn - hef nú reyndar alltaf gert það en þarna var þetta svo virkilega áberandi.

Laila sem er að verða 7 ára kom í heimsókn og Harpa vildi næstum samstundis koma til hennar. Laila þarf líka að æfa sig pínulítið því hún er að fara eignast lítið systkini í júní
Fleiri myndir er svo alltaf hægt að skoða á Flickr síðunni okkar.
Muna svo eftir að skrifa í gestabókina okkar - það finnst okkur svo gaman að lesa.

Engin ummæli:

Þátttakendur