Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 15. maí 2008

Einn mánuður síðan Harpa kom heim

ÞETTA GERÐI HARPA HUA ZI Í DAG
ákkúrat þegar einn mánuður er liðin síðan hún kom til Íslands frá Kína
Fyrst fór Harpa með mömmu sinni í skólann og var rosalega dugleg. En svo dróst það dálítið að mamman kæmist heim þannig að hún fór að vera óróleg en þá kom Helga vinkona okkar og bauðst til að hafa Hörpu - hún náði meira að segja að sofna hjá henni svo fékk Harpa einnig ýmislegt dekur eins og er allt í lagi hjá svona skáömmum. Takk takk elsku Helga !
Svona beið ég eftir mömmu minni þegar ég var búin að taka mér eftirmiðdags lúrinn.
Hárið hefur vaxið alveg svakalega hratt - reyndar eins og neglurnar mamman hefur varla við að klippa þær ! Reyni að gera það ekki oft því það er alls ekki efst á vinsældalista Hörpu Hua Zi.

Maður verður nú að smakka á þessum hesti

Fyrst var allt eins og það "átti" að vera þ.e. teppið á gólfinu og undir bossanum á Hörpu Hua Zi.
En það fékk nú ekki að vera svoleiðis lengi......


Þarna er teppið farið að færast nær Hörpu og hún komin útfyrir það

Teppið og dótið allt rosalega spennandi

Hm ! Hvað er þarna undir ?

Allt í einu var hún komin til mömmu sinnar afþví að hún hafði verið að elta dót þvert yfir stofugólfið. Mamman fylgdist nú ekki alveg nákvæmlega hvernig hún færði sig til en mestmegnis var það á bossanum

Meðan mamman var að hengja upp þvott þá var kisuleikrit í boði Bjarts - hann hoppaði inní þvottavélina og var þar með "SHOW"

Þetta fannst Hörpu og Kristófer rosalega fyndið - svo nennti Bjartur þessu ekki meira og lét sig hverfa. Þá var líka kominn háttatími hjá yngsta fjölskyldu meðliminum.


Jahérna hér ég vona bara að tíminn fljúgi ekki alltaf svona hratt - mér finnst ég vera nýkominn heim frá Kína !
Mig langar að þakka þeim sem hafa skrifað í gestabókina - það er svo gaman að fá fallegar kveðjur.


ÝMISLEGT HEFUR VERIÐ BARDÚSAÐ SÍÐUSTU DAGA

Það kom í ljós að Harpa var alveg vitlaus í kindakæfu !

Amma og Harpa að leika sér fyrir framan þrískipta spegilinn. Hörpu fannst meiriháttar sniðugt að sjá þessa stelpu á mörgum stöðum.
Þær voru búnar að eiga góðan dag saman - amman búin að vera passa Hörpu allan daginn.
Ferlega krúttleg bók sem amma Fríður kom með handa Hörpu Hua Zi úr ferðalaginu til Ungverjalands

Leikbrúðu hanski sem amma keypti í Búdapest

Harpa byrjar að opna pakkann frá vinum okkar Gullu og Fjölni í Iðnskólanum

Vá hvað hún er heppinn þetta er ákkúrat sem vantaði ! Verður fínt í haust og vetur. Svo er þetta líka uppáhaldslitur mömmunar á Hörpu. TAKK TAKK fyrir !


Harpa var hrifinn af kirsuberja trénu útí garðinum okkar sem er svo fallegt í blóma núna. Já hún var meira að segja svo hrifinn að hún nældi sér í blóm og var búin að borða það áður en við vissum af !

Ingveldur vinkona mömmunar og krakkarnir hennar Ólafía og Einar Páll komu í heimsókn

Harpa var alveg til í að vera hjá Ingveldi

SÆT SÆTARI SÆTUST
Í draumalandi



Það er alltaf gaman að klappa sérstaklega þegar aðrir taka líka þátt - allir með - koma svo - klappa !!!!!

Engin ummæli:

Þátttakendur