![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhTmtfGqdytShLz28fK4vW8LCD_V8cL22PVqSOTqi0qFsi2NGXTzLaUQoiC9EFJQ-l5yFQGXiKucCUd4EmQXDM-XljTju67L3cls-ahLvOuHPD3SbmiKUwH2N6YyaUTbr8ShrLI6BnSIcRu/s400/IMG_1012.JPG)
Eftir baðið í fyrrakvöld var mamman að dúlla við stelpuna sína og Harpa naut þess alveg í botn að láta greiða sér með burstanum. Ef mamman gerði sig líklega til að hætta þá setti hún hendurnar í hárið og rótaði - alveg eins og til að segja haltu áfram það er enn ekki búið að greiða allt hárið.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh5qQseTATt4XRZKD0hv8vZXRWbMx_uv0jw15lSlPAwMoJBWqnIsSZKLE6aVuALX7rDT3WdPq3hRJSiCp7n8U3z41XLlAtMaMZWJxJVf1LTOIPx8KXMOD0rYed6QBJcaSy883DD0wEuu4c-/s400/IMG_0999.JPG)
Mamman sá að Harpa var enn í svo miklu stuði og fannst svo gaman þegar verið var að greiða henni þannig að Dúdú dúkku var boðið í selskapinn.
Harpa sá strax að það þyrfti nú líka að gera eitthvað fyrir hana þannig að án umhugsunar var sett á fót hárgreiðslustofa Hörpu Hua Zi.
Svo hófst vinnan og sem betur fer náði mamman myndum af ferlinu frá a-ö.
Ætli hún hafi erft þessa eiginleika frá Astrid frænku og guðmóður sinni ?
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjZLcPrh-NONMGEzCPxmhzvA6cFw7foLJEuoNs_tDRw4m9hnNObc8rOAufVM5QZwdHU3jqLvWRe3R29lu2Q97HsnsGZBuWRloZswPCPU8AbNqtlp-xjAMRsIo4GEUkHIzqbIY9ZkMg9hMLa/s400/IMG_1000.JPG)
Hvort má bjóða þér að fá greiðslu með bursta eða greiðu ?
Gott og vel þú ert hrifnari af greiðunni, þá getum við hafist handa.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhYBgSvwnaLMPrWdbUwfv2WJAQVs0L3uXojkbwRa7CfOVBFFGza9LNUi4dsn8BiaEwo1Biw4zMltUdJLWJ0dp7vL0pgM_ET_esxCM7Mjd3O7v8VErEzpD0MH82zyugDTAaUVvuNglZoWCWc/s400/IMG_1005.JPG)
Já það virðist vera allt í lagi með þessa greiðu. Það er ekkert að marka þó að mér finnist burstinn vera betri.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhy5Uor_9AT-qxbR97p9ydV6xihufQjY6oAL_fyUp9TsTFnWrp7XUmgn1YGCRs0W3_Iozo36OdRRtV6DIPVJ4tT9UPhkl2SL57kGKjPe5KIhDEVxiPb1oRHBeXbSfVcUmfwXiGnwzvEqSps/s400/IMG_1007.JPG)
Heyrðu nú mig ! Forsendan fyrir því að þessi greiðsla heppnist vel er að Dúdú dúkkan hagi sér vel og sé kyrr á meðan.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg6fTW_4HAMKQuC4D_uuXNi65G24_tj8RTIAqMftix9xKvfgV1gSzp_WcPlvG_oM2_nrK9usQ17CRkr4Nx3-r5tuyqPxmiltS0quRHZnXmFxno62ArYw1tz6YU9GhyY96bMPJMqKaMg5GtH/s400/IMG_1006.JPG)
Já maður verður dáldið pirró og þá verður maður bara að taka í Dúdú dúkku til að reisa hana við.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgdQSy307_iuNL0gMag-gOhE1qJmNqWXwqyiedIdfwEC_qSAXSPoVlsZtqVTWmYkbP8b7leWp4UYZVldsyTOU50mpGF6fo4SAVVO0ewBhCdvh8mnVnErlVWGEdKXAOnZKkeDzwWCw7gofc5/s400/IMG_1003.JPG)
Kúnstin er að skiptingin sé rétt og toppurinn halli svona til hliðar.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjDx2ycMAVJZbubmhCs6X9WfKsTZZLEj8xSRPBobric9ueBB1WzGKyNe8-81j_P_CD22guTZZBbvbat87cuNrEQWQBTPDxAHZz8O4FbzNcMLcyTr-n0ZWkjLH6WDOBcy2GynBt5n8DMM-Jk/s400/IMG_1004.JPG)
Verið að leggja lokahönd á greiðsluna.
Sjáiði bara hvað maður er fagmannlegur - alveg eins og hún hafi ekki gert annað !!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhRW9pViqBvH-AkL80PXwtDM0oZRb-4GVIQCzDdI4gzvSyQOshcC4AWPQPaigWK3IGmTWHJ3tti2C0zhgBxPFz1x0kjgqQ82qVydAKit3M2Hi5hnhVXEpd_fHcYZfe1WLriGP9jeeSTWRhy/s400/IMG_1001.JPG)
Nú má taka mynd !
Bæði Harpa og Dúdú dúkka rosafínar með alveg eins greiðslu.
Núna var loksins hægt að fara í rúmið og sofa.
Kærar þakkir til þeirra sem hafa verið að skrifa komment hjá okkur í gestabókinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli