Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Margir nýjir áfanga á langri leið















































Dagurinn (0304) bar margt í skauti sér. Pappírsvinna áfram í býtið, en Harpa fékk eldskírn í mörgum nýjum áskorunum,og stóðst þær allar. 2 háttsettir fulltrrúar ættleiðingaryfirvalda hérna í héraðinu hittu litlu fjölskylduna og HHZT lék á alls oddi eins og endranær. Þarna svörðu og sárt við lögðu foreldrarnir að skilja barnið aldrei eftir á víðavangi, vera því alltaf góð og að vera ákveðin í að gerast fósturforeldrar þess. Þessu var mjög auðvelt að svara játandi, og Harpa skemmti sér vel með þessum alvarlegu 2 brúnaþungu kvenkyns embættismönnum.
Þegar þessu lauk, stóð til að slaka á til kl. 14.00 og fara þá á lögreglustöðina, til þess að ganga endanlega frá ættleiðingunni og undirskrift samkv. Haag-sáttmálanum um Vernd barna og ungmenna og alþjóðleg ættleiðingarsamþykki.
EN ferðinni þangað var frestað til morguns en í staðinn á að fara í lágvöruverðsstórmarkað, þar sem ætlunin er að fósturforeldrar gefi sér góðan tíma, undir leiðsögn fararstjóra, og kaupi inn mat sem barnið er vant að borða í sínu heimalandi og hugsanlega einhver önnur hjálpartæki, eins og t.d. hitabrúsa (til að halda graut heitum), regnhlífakerru til þess að aka um með barnið og hugsanlega að hugsa fram í tímann og kaupa geisladiska (CD-DVD) með kínversku barnaefni. Allt var þetta gott og blessað nema að það gleymdist, þegar okkur var sagt frá breyttri dagskráað tímasetningin væri líka breytt, en stórmarkaðsferðin var áætluð kl. 17.30. Við biðum því 3 ferðaklár kl.14.00 í anddyrinu, en fámennið kom okkur spánskt fyrir sjónir. Við komumst síðan að hinu sanna, en fórum þá þess í stað í verslanaleiðangur í nágrenninu. Það höfðum við ekki gert áður enda haft lítinn tíma aflögu vegna anna.
Þarna voru keyptir 2 forláta MAO-jakkar á húsbóndann ásamt T-bol með mynd af foringjanum. Á húsmóðurina var keyptur T-bolur með áletruninni MAMMA á kínversku. Einni voru keypt kínversk föt á HHZT, rauða kver Mao's og tækifærisgjafir. Það sem var áhugaverðart við þessa ferð voru samt mjög skemmtilg samskipti við innfætt afgreiðslufólkið og skemmtilgar bronzstyttur á leiðinni.
Í stórmarkaðnum Carrefoure versluðum við samskv. uppskriftinni, þ.e. diska, hitabrúsa, kerru og hrismjölsgrauta. Þarna var Harpa að fara í stórmarkað í fyrsta skipti og gekk vel að komahenni í innkaupakerrusætið og síðan í nýju kerruna, sem er mjög flott, appelsínugul og brún, með skerm og bakglugga.
Að innakupum loknum var farið á mjög góðan veitingastað í miðbænum og setið að mjög fjölbreyttum snæðingi fram eftir kvöldi.
Harpa skilaði síðan fyrstu hægðunum á leiðinni heim, en það hafði verið áhyggjuefni um 2ja daga skeið, að þær kæmu ekki. Eftir það hafa þær komið reglulega, (þökk sé grafíkjustöngunum sem Þórunn Katla stóra systir mælti með í Danmörku). Fyrsti lyfseðillinn leit dagsins ljós, náttúruleg duftupplausn gegn hóstanum og smyrsli við smábólum áhandleggjunum.

Engin ummæli:

Þátttakendur