Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Fyrsti heili dagurinn með Hörpu Hua Zi























Nú er fyrsti heili dagurinn okkar með Hörpu Hua Zi að kveldi kominn.
Rétt eftir að ég hoppaði uppí rúm í nótt rumskaði Harpa, bleyjan var alveg rennandi blaut og hún var greinilega þyrst. Eftir að búið að skipta um bleyju - sem er eitthvað það ömurlegasta sem hún veit - var hún lögð aftur í rúmið.
Fyrst var mótmælt kröftulega en svo róaðist hún og fór að frumflytja þessa líka yndislegu hjal sinfóníu tókst þannig að svæfa pabba sinn en mamman náði í diktófóninn til að taka þetta stórkostlega verk upp !
Við sváfum öll til að verða 8 - það þurfti að vekja litlu stelpuna sem skildi ekkert í þessum látum. Ekki skildu kínverjarnir í morgunmatnum það frekar þegar við þustum í gegnnum salinn og rétt gripum í ávexti og steikt beikon. Pabbinn safnaði saman ferskum ávöxtum í dollu - Harpa Hua Zi fékk svo að narta og sjúga þá í dag - var alveg vitlaus í epli og ananas. Þessi litla stúlka hefur sko góða matarlyst en ekki hefur hún verið að safna á sig kílóum því að hún er jafn þung og yngsta stelpan í hópnum 6,5 kg. Henni finnst Cheeeriosið líka alveg rosagott og ekki er verra að mega róta í skálinni og setja smá á gólfið. Magga Georgs heimilislæknirinn okkar gaf okkur góð ráð varðandi mataræði t.d. fara með þurrkaða ávexti - mamman keypti reyndar helling því það átti að vera orkustangir fyrir okkur pabbann. Í verslunarferð í Köben með Þórunni stærstu systur og Haraldi Daða tók mamman gráfíkjustöng - til að gleðja pabbann. En hann á ekki eftir að fá neitt af þessu - Harpa Hua Zi gengur fyrir því henni fannst þetta ekkert smá gott - bókstaflega hvarf ofaní hana. Vonandi hjálpar það til með hægðirnar því enn hefur hún ekki kúkað.
Í kvöld fórum við í fyrsta sinn út að borða á kínverskum veitingastað hérna á hótelinu - nema hvað ! Þar fékk Harpa barnagraut sem hún kannaðist greinilega við - hún smellir alltaf vörunum saman þegar hún er svöng og svo gefur frá sér vellíðunar hljóð þegar hún borðar.
Hún fékk mikla athygli frá kínverjunum í dag - eldri hjón komu og giskuðu strax á réttan aldur hennar og á veitingastaðnum var alltaf verið að kjá í hana og brosa til okkar. Þetta er það sem margir hafa sagt að þeim þykir óþægilegt en okkur aldeilis ekki - við erum sviðsljós fólk. (þó er eins og hún sé einhver "moviestar" á nokkrum myndum - með hendina á móti ljósmyndavélinni !!!)
Það er komin töluverð tengslamyndun á milli okkar t.d. vill hún ekkert hafa með aðra að gera nema þá að tala og horfa á aðra, ef henni finnst einhver koma of nærri sér þá hallar hún sér bara að okkur.
Pappírsvinnan hélt áfram í dag og við fórum í tvenn viðtöl auk fjölskyldumyndatöku. Allt til þess að fá formlega pappírana að hún sé okkar á morgun - sem betur fer þarf ekki að fara fyrr en í eftirmiðdaginn þá getum við verið í róleg heitum í fyrramálið og leyft henni að jafna sig og sofa út.
Mikill áhuga er á Íslandi en fólki finnst bara fyndið hvað við erum fámenn. Ein konan sem var á ættleiðingarskrifstofunni (notarius publicus) vildi endilega eiga myndirnar úr power point showinu sem var gert til að sýna að við værum kominn með nýtt heimili og af herberginu hennar Hörpu. Hún sagðist hafa mikinn áhuga á að vita þetta og vildi gjarnan fá fleiri upplýsingar um Hörpu Hua Zi þannig lét hún okkur fá nafnspjaldið sitt og kvaddi okkur með að segja hvað stelpan okkar væri einstaklega falleg og vel gerð. Já há við erum sko sammála henni.
Við þurftum að æfa okkur oft til að bera nafnið hennar rétt fram - þvi að við erum spurð að því hvað hún heitir - hljómar næstum eins og Yatzy ! Það á ekki að bera fram Háið í HUA ! ZI er hinsvegar eins borið fram eins og flugna suð ! Þetta er mikilvægt að kunna því að hún þekkir nú þegar nafnið sitt.

Meðan við vorum í pappírsstússinu notuðum við tækifærið og gáfum afmælisbarni dagsins henni Þorbjörgu Önnu Qing sína fyrstu afmælisgjöf - það var gaman að geta verið þau fyrstu til að gera það. Tommi dró enn uppúr fórum sinum eitt ljóð sem hann hann skrifaði á afmæliskortið.

Persónuleiki Hörpu Hua Zi kom aldeilis skemmtilega í ljós í dag - róleg, blíð, athugul, forvitin, svolítið stríðin (tók gleraugun af pabbanum - sjá myndir) og svo skýr á allan máta. Hún er líka húmoristi - tók uppá að setja uppá höfuðið dót og skríkti.

Þegar við komum aftur uppá hótel - stoppuðum við í litlu bókabúðinni og keyptum fullt af fallegum kínverskum mynda-barnabókum. Sú fyrsta sem varð fyrir valinu var með Mikka mús þannig að við ákváðum að þessar bækur yrðu keyptar fyrir peninginn frá ömmu Fríði og Kiki, takk takk bæði tvö.
Þið eigið líka eflaust eftir að skoða þær oft og mörgum sinnum með litlu stelpunni ykkar. Virkilega dýrmæt eign.

Við íslendingarnir fáum betri læknisþjónustu en kanarnir, Sofí "gædinn" okkar kom með læknir uppá herbergi á meðan bandaríkjamenn verða að fara í langar biðraðir og kuldalega læknisskoðun.
Læknirinn sagði að Harpa Hua Zi væri perfect og setti þumalputtann uppí loft. Hún ætlar að láta okkur fá lyf við kurrinu í henni og einhvern áburð á útbrot sem hún hefur fengið.


Enn og aftur kærar þakkir fyrir fallegu kveðjurnar frá ykkur öllum. Já hér grátum við líka yfir ykkar kveðjum þegar þið grátið yfir myndunum af Hörpu Hua Zi.

Enn eru myndamálin að vefjast fyrir okkur, mamman settist að hjá Valdísi og Kára (kærar þakkir til þeirra) til að hlaða myndum á Flickr.com - það er svo mikilvægt að geta sýnt ykkur sem flestar myndir.
Notið endilega þessa slóð til að sjá nýjustu myndirnar.

http://flickr.com/photos/hrannsa/

Engin ummæli:

Þátttakendur