Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 29. apríl 2008

Forsaga Hörpu Hua Zi í House of Grace

Í dag er hálfur mánuður frá því við komum heim til Íslands. Harpa Hua Zi braggast vel og tekur framförum á hverjum degi. Þvílík guðsblessun þetta barn og eins og maður segir vel af guði gerð. En að sjálfsögðu eiga konurnar sem hugsuðu um hana fyrstu 10 mánuðina í lífi hennar hrós skilið, fóstran hennar hún mrs. Ying og Nai Nai (sem þýðir amma á kínversku) hún Sandra King Nýsjálenska konan sem tók sig upp eftir að hafa komið börnum sínum á legg og fór til Kína til að sjá um munaðarlaus börn. Þar rekur hún núna heimili sem hún kallar House of Grace og er algjörlega háð velviljuðu fólki sem leggur henni lið og peninga í reksturinn. Harpa væri engan veginn svona vel á sig kominn og dugleg ef hún hefði ekki verið svona heppinn að fá að dvelja hjá Nai Nai ! Því þótti mömmunni svo óhemju leiðinlegt að frétta í dag að Sandra hefði verið lögð á spítala og væri að fara í uppskurð - líklega botnlanginn. Við skulum bara vona að það sé ekkert alvarlegra að og að hún nái sér fljótt aftur. Það má enginn við að missa svona konu hvorki litlu börnin á heimilinu hennar eða við hin sem höfum kynnst þessari stórkostlegu manneskju !

Vegna þessara frétta langar mig að sýna nokkrar myndir frá heimilinu hennar og svo í lokin 2 myndir frá hefðbundnu barnaheimili.

Ef einhver vill leggja henni lið eða senda pakka með fötum eða dóti þá hafið samband við mig - ég er með heimilisfangið hennar - skrifað á kínversku - sem þyrfti að prenta út. Ráðlegg nefnilega engum að reyna að skrifa táknin - það er alls ekki auðvelt - svona í byrjun allavegana !




Þessi mynd var tekin daginn sem við fórum og heimsóttum barnaheimilið. Þá bauð Mrs. Yu sem er forstöðukona hefðbundna barnaheimilisins (konan í gráu peysunni) okkur íslendingunum að borða á eftir og þá kom amerísk fjölskylda (dæturnar 2 til hægri) til að kveðja. Þau höfðu verið í heimsókn í nokkra daga.
Konan í rósóttu skyrtunni er Sandra King og við hliðina á henni stendur Ruth dóttir hennar sem hún ættleiddi sjálf. Ruth var oft að hjálpa mömmu sinni í House of Grace og var að leika við litlu stelpurnar. Nú svo ef vel er að gáð er mamman einnig á myndinni - lengst til vinstri.

Hér er Sandar King og dóttir hennar Ruth hjá nokkrum af eldri börnum hennar. Litli albínóinn hefur nú verið ættleiddur til USA til fjölskyldu sem hefur áður ættleitt albínóa frá Kína. Ég sá einn daginn úti á götu í Kína ungan mann sem var albínói - það var mjög sérstakt. En hann var flottur í tauinu og greinilega þokkalega efnaður. Hann virtist samt ekki vekja neina sérstaka athygli í allri mannmergðinni. Það þarf líklega meira til !


Hér er kunningja fjölskylda okkar sem við kynntumst á White Swan hótelinu. Þau höfðu fengið dóttur sína nokkrum dögum undan okkar og höfðu einnig farið að heimsækja House of Grace.
Svo skemmtilega vildi til að dóttir þeirra er ein af 4 stelpunum sem voru í sólarherberginu. Þau standa við rúmið hennar undir sólinni á
veggnum - ATH ! Sandra bauðst til þess að setja myndir af foreldrunum á vegginn fyrir ofan rúmið um leið og vitað var hverjir þeir yrðu. Þannig var litlu stúlkunni sýndar myndirnar og sagt að þetta væru Ma Ma og Ba Ba.
Okkur stóð þetta líka til boða en þorðum ekki að taka neina áhættu með að brjóta reglur kínverjana sem undir flestum tilfellum vilja ekki að foreldrar hafi samband við heimilinn.
Hinum megin í herberginu - ská á móti var svo Harpa Hua Zi og við hliðina á henni hún Þorbjörg Anna.
Það er ekki nema von að Harpa sé sterk í fótunum eftir að hafa hoppað í svona rólu.


Fóstrunum hafði verið gefin svona bolur til að vera í.



Þessa mynd tók ameríska fjölskyldan í House of
Grace sama morgun og við komum í heimsókn. Þarna sést fóstran hennar Hörpu hún Ying sitjandi á sófanum með 2 lítil börn.
Stelpurnar okkar voru víst þær fyrstu sem hún var að láta frá sér og það var svo greinilega erfitt fyrir hana þegar við komum, samt var hún afskaplega þakklát og ánægð að sjá Hörpu aftur.
Sandra skrifaði mér síðar að Ying hefði fengið 2 vikna frí sem henni fyndist alveg æðislegt - það er ekki mörg löng frí sem kínverjarnir fá.

Þessa mynd tók hins vegar hún Jennifer kunningjakona okar þegar hún fór að heimsækja House of Grace. Þarna er Harpa litla Hua Zi í fanginu á henni Ying - í svona líka fallegum rósóttum galla.


Þetta er yndisleg mynd ! Allar "sólarstelpurnar" sitja og lesa, fremst er Þorbjörg Anna, síðan Jasmine dóttir Jennifer, næsta veit ég því miður enginn deili á en síðasta stelpan er Harpa Hua Zi - stelpan okkar.


Önnur lestrar mynd - það vill nú svo skemmtilega til að ég var búin að panta þessa bók sem Harpa er með á Netinu ! Þannig að hún er til hérna heima - veit nú ekki hvort hún kannast við hana ???


Sólarstelpurnar 4 komnar allar saman í eitt rúm. Eina sem er alls ekki sátt við það er dóttir mín hún Harpa Hua Zi. Já ætli hún hafi það ekki frá mömmu sinni að það er lang best að vera í sínu rúmi ?



Þarna er Jennifer með Jasmine dóttur sína að heilsa upp á fóstruna Ying sem heldur á Þorbjörgu Önnu á hægri handlegg og Hörpu Hua Zi á vinsstri handlegg. Jahérna hér sú hlýtur að vera með sterkar hendur ! Því þegar Harpa fer að síga í öðru megin finnst mér voða gott að svissa yfir á hinn handlegginn.




Þessar tvær síðustu myndir á þessu bloggi eru frá hefðbundnu barnaheimili - sem er vissulega mjög snyrtilegt en greinilega "kaldari" stemning.





Hér hlýtur nú að vera mikið fjör - líklega skrafað eins og í heita pottinum á Íslandi.

Engin ummæli:

Þátttakendur