Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 5. apríl 2008

Dásemdardagur og dýrmæt dúkka




Sefur vært og ekki er verra að hafa dúkkuna sína hjá sér.



Það var splæst í silkiteppi fyrir prinsessuna - vel við hæfi



Hluti af hóp 17 á veitingastað í Yangchun



Sandra King, Ruth dóttir hennar, mamman, Harpa, pabbinn og director mrs. Yu



Fóstran hennar Hörpu Hua Zi - mrs. Ying



Rúmið hennar Hörpu er hægra megin með dúkkunni






Skemmtilegir endurfundir



Pabbinn táraðist líka - nema hvað - þetta var mögnuð stund

Við Tommi erum gjörsamlega í sælurússi. Í dag fórum við með Sofíe sem er leiðsögukonan og hópnum okkar niður (suð-vestur) til Yangchun. Ferðin í bílnum fram og tilbaka var ca. 9-10 tímar ansi strembið sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. En guð minn góður hvað það var þess virði. Þar fengum við að sjá og upplifa allt þar sem Harpa Hua Zi fæddist og eyddi fyrstu 10 mánuðum ævi sinnar.

Þessi ferð var ekki skipulögð á prógramminu í upphafi og yfirleitt er foreldrum ekki leyft að sjá barnaheimilin.
En vegna mikils áhuga frá hópnum okkar var hægt að skipuleggja þessa merkilegu ferð í dag. Það má segja að rekin séu tvö heimili á sama stað en í sitthvoru húsinu. Annað er eins og hin hefðbundnu barnaheimili í Kína en hitt er rekið í sjálfboða vinnu yndislegrar konu sem heitir Sandra King og er frá Nýja Sjálandi. Nú eru 18 ár síðan hún kom til Kína og síðan hefur hún rekið 3 heimili sem hafa verið þekkt og mikils metin. Hún nefnir húsið sitt "House of Grace" sam þýðir hús dýrðarinnar - svo sannarlega nafn með réttu. Kári og Valdís voru komin með sambönd og létu semsagt Söndru vita af komu okkar.
Önnur hús eru einnig nálægt og þar býr aldrað fólk sem tók okkur mjög og var forvitið um komu okkar íslendinganna.

Alls ólíkt því sem við bjuggumst við og höfðum séð myndir af - af barnaheimilum í Kína ! Nú fyrir nokkrum dögum hafði amerísk fjölskylda sem dvelur hér á hótelinu fengið leyfi til að sjá barnaheimili dóttur þeirra og þar voru börnin reyrð niður í rúminn.

En þetta var nú ekki þannig í House of Grace - aldeilis ekki. Þetta var snyrtilegt og vinalegt heimili þar sem maður fann fyrir miklum kærleik.
Við vorum strax mjög snortin og reyndar var ég næstum orðin eins spennt að fara með Hörpu litlu Hua Zi á hennar heimaslóðir eins og hitta hana fyrir nokkru dögum.

Við vissum í rauninni ekkert hvað beið okkar !! Þó hafði fólk sem Kári og Valdís höfðu hitt hér á hótelinu og fengu dóttir frá Yangchun nokkrum dögum fyrr en við haft samband á e-mail (við erum enn ekki búin að hitta þau ---- stórt hótel ;-)
og þau höfðu farið til Yangchun og verið sagt að stelpurnar (2) sem væru herbergisfélagar hennar væru að fara til Íslands !!!! Þannig að þau hefðu tekið myndir af þeim og sendi þær til okkar í pósti í gær til að athuga hvaða stelpur það væru. Það fór ekkert á milli mála að þar var dóttir okkar Harpa Hua Zi. Yndislegar myndir - þær allar saman í rúmi og svo allar í matarstólum að lesa bækur - já það vorum við búin að átta okkur á að hún hafði greinilega handfjatlað og skoðað bækur - hún snýr þeim (við höfum keypt nokkrar nú þegar sem eru á kínversku og ensku) og flettir alveg eins og fullorðin manneskja.
Þannig vissum við strax í gær að Harpa Hua Zi hefði verið í "House of Grace" en gerðum okkur ekki grein fyrir hvaða þýðingu það hefði haft fyrir hana og nú einnnig fyrir okkur. Það var svo sannarlega vel tekið á móti okkur og var verið að skúra - við fengum inniskó en það gerði gólfið enn sleipara þannig að þegar mamman ( í geðshræringu) með Hörpu - nálgaðist herbergið hennar sem er nr. 9 og er kallað SUN room (ath ! Sólberg - Hrísey!) missti undan sér fæturnar framávið og pompaði beint á vinstri rasskinn. Ansi sárt en sem betur fer er þetta Natural Airbag - aðalatriðið var þó að ekkert kom fyrir Hörpu og hún virtist ekki kippa sér uppvið þessa uppákomu. Mamman er svo góður "dettari" !!!!
Í einu herbergi eru 4 börn og það er ein aðalfóstra sem sér um hvert herbergi í okkar tilfelli vildi það einnig til að fóstran hennar Hörpu sem heitir Ying var að láta frá sér börnin sín í fyrsta sinn - stutt síðan hún var ábyrg fyrir herbergi. Þetta var tilfinningaþrunginn stund við grétum öll í kór. Hún hélt á einni stúlku sem Harpa Hua Zi var greinilega rosalega ánægð að hitta og ég tala nú ekki um að hitta fóstruna sína - gjörsamlega stórkostlegt að upplifa þetta. En það sem var dýrmætast fyrir okkur er að fóstran gaf henni dúkkuna sem var í rúminu hennar - Ji þið hefðuð átt að sjá gleðina hjá barninu þegar hún sá þessa litlu dúkku ( NB hún er í fjólubláu). Hún teygði út hendurnar, sveiflaði fótum og ruggaði sér.
Ef maður ýtir á mallann á dúkkunni gefur hún frá sér fjögur hljóð; hlátur, grát, Ma ma (mamma) og Ba ba (pabbi) þegar fóstran leyfði henni að heyra hljóðin fór mín öll á ið - hún var svo sæl. Þetta er óhemju dýrmætt að hún hafi verið með talandi dúkku því þetta er ákkúrat það sem hún segir við okkur í dag ! Ég hef bara aldrei heyrt að barni hafi verið gefið dót frá barnaheimilum - ekki er hægt að segja að af nógu sé að taka.
Ég hét því að senda dúkkur og dót í staðinn fyrir þá sem við fengum. - förum strax að leita hér.
Harpa var í fyrsta sinn í kvöld sátt við að láta skipta á sér og fara í rúmið engin mótmæli - dúkkan var alltaf nærri ! Nú sefur hún vært og mjög afslöppuð með nefið ofaní dúkkunni og hendina yfir henni. Alveg dásamlega fallegt og hjartnæmt.
Ef einhver af ykkur blogglesarar góðir viljið gera góðverk og senda pakka á heimilið er það mjög vel þegið - her eru ekki mikil fjárráð og allt vel þegið -t.d. gömul mjúk/notuð föt.
ég get látið ykkur hafa heimilisfang en þið getið líka sent tölvupóst: heart4chinaorphans@yahoo.co.nz - Sandra King
Hún gefur reglulega út fréttabréf á netinu og er dugleg að láta vita af börnunum.

Nú held ég að ég haldi mér ekki lengur vakandi - hef enn frá mörgu að segja en það verður að bíða þar til seinna.

Dvölin hér hefur verið yndisleg í alla staði og við öll frekar afslöppuð - sem er ágætt. Meira að segja hefur ekkert verið haldið stíft í prógrammið sem búið var að setja upp - það er spilað eftir eyranu. Á morgun er ekkert fyrr en um kvöldið - sigling á Pearl River með mat og öllu - rosa spennandi.
Sérstaklega afþví að við finnum ekkert fyrir neinu stressi varðandi stelpuna okkar hún er mikil félagsvera og finnst gaman að vera á stjá og hitta fullt af fólki. Þó veit hún alveg nú þegar að við 2 erum fólkið sem hún á að treysta það sást greinilega í dag á barnaheimilinu - hún vildi fara í fangið á fóstrunni sinni og til Söndru King sem er kölluð Nai Nai (næ næ) sem þýðir amma. En eftir að hafa verið skamma stund hjá þeim þá vildi hún koma aftur til okkar - er þetta ekki stórkostlegt hvað svona lítil manneskja getur verið "stór".
Sandra sagði að hún Harpa sæji inn í hjartað á fólki - þannig gæti hún metið persónur.
Sandra gefur öllum börnunum sínum líka ensk nöfn þannig að Harpa var kölluð Theresa. Hún er aldeilis búin að eiga mörg nöfn stelpan !En núna mun dúkkan bara vera kölluð Theresa.

Þetta eru magnaðir dagar og miklar tilfinningar - þannig að við höfum ekki alltaf bloggað undireins eftir hvern dag. Við erum nokkuð lúin en það er nú líka bara okkur að kenna - ekki er litla stelpan okkar að halda fyrir okur vöku - hún sefur í minnsta kosti 8-9 tíma samfleytt þannig að stundum höfum við meira að segja þurft að vekja hana til að fara niður í morgunmat.

ææææ ég virðist ekki geta hætt að skrifa - mig langar svo að deila öllum heiminum þessari miklu reynslu okkar.
Nú þýðir þetta samt ekki lengur ég dotta stanslaust.

Hugur okkar verður á morgun hjá frænku okkar henni Sigrúnu Lind sem er að fara að fermast. Mikið hefði verið gaman að taka þátt í þessu - kærar kveðjur til hennar og allra í fjölskyldunni.

Kveðja frá Hrönn í alsælu í Kina (pabbinn og litla stelpan lúllandi)
p.s. þegar við komum á barnaheimilið stoppuðu fóstrunar mig með Hörpu og sögðu að þeim fyndist hún svo lík mér - ja ég segi ekki annað en það er ekki leiðum að líkjast - mikið hrós fyrir mig !

Engin ummæli:

Þátttakendur