Lilypie 1st Birthday Ticker

föstudagur, 11. apríl 2008

Guangzhou bæ, Beijing hæ og móðurást til barnanna minna

Við höfum ekki getað haldið uppi hefðbundnu ferðamanna bloggi. Enda er þessi ferð síður en svo ferðamanna/túrista ferð. Aðalmálið hér hjá okkur er auðvitað hún Harpa Hua Zi.
Henni verður þó aldrei kennt um það að halda foreldrum vakandi eða vakna á nóttinni - það hefur aldrei gerst 7-9-13 !!!!
Hún vaknar þá gjarnan um 7 og vill fá pela, eftir það höfum við getað komið henni niður til að sofna í nokkra tíma í viðbót meira segja svo lengi að við höfum misst af morgunmatnum sem er til 10.30
Nei nei það er ekki Harpa sem lætur okkur hafa fyrir sér - heldur bloggið , myndirnar, tiltekt, þvottur og frágangur sem tekur ótrúlega langan tíma.
Þessvegna ákvað mamman fyrir nokkrum dögum að gerast ekki algjör þræll aðstæðna og reyna að taka þessu léttar. Það á bara eftir að blogga seinna um upplifunina í Kína og sýna fleiri myndi það verður einskonar "katsch upp".
í fyrra kvöld fór mamman aftur í nudd og núna var það sko í 1 og 1/2 tíma, kem til með að skrifa seinna sérstaklega um þessa upplifun.
Nuddið var í svona heilsu miðstöð þannig að mammn bað um ráðleggingar frá chinese doctor varðandi vandamál í slímhúð munnsins. Ekta hvítsloppa læknir birtist svo í nuddið til mín og gerði allskonar rannsóknir en á samt ótrúlega löngum tíma. Niðurstaðan var þessi; þarft að fara oftar á klóið, drekka meira vökva og sofa milu meira !!! Jáhá - þetta vissi mamman reyndar innst inni sjálf. lækninginn var sem sagt að koma næstu 4 daga og drekka 1/2 líter af dökkbrúnu seiði sem ekki er hægt að segja að hafi bragðast vel og þar sem ferðin til Beijing var næsta dag þá fékk ég meðalið ekki einu sinni - því miður hjálpar það lítið þannig. Þetta varð samt til þess að ég hugsaði minn gang og hef reynt að kúpla mig aðeins niður. Ég var náttúurlega lika óhemju þreytt áður en lagt var af stað í þessa miklu ferð.

Ferðin hefur þó verið í flesta staði góð og verður án efa ein af eftir minnilegustu ferðum sem við höfum farið í.

Óhemjumikill munur er á "mentaliteti" hér í Beijing og niðurfrá í Guangzhou. Við kunnum ansi vel við okkur í Guangzhou en það var þó sumt mikið prímitívft á margan hátt, þó var fólkið afslappaðra hér heldur en í Beijing.
Mikill áhugi hefur verið sýndur á Hörpu og það erum við bara ánægð með en mömmunni var ofboðið í dag á stað sem líkist helst kolaportinu á mörgum hæðum. Þar var svo mikill áhugi og ég verð að segja frekra að selja manni eitthvað að mér varð ekki sama þegar mér var haldið - togað í kerruna - settur fótur fyrir framan hjólin og byrjað að grípa í Hörpu. Þetta vr alveg til að fylla mælirinn hjá mömmunni. Það þyddi hvorki að biðja - tala skýrar - vera ákveðin eða byrsta sig bara einu sinni til að komast í burtu. Hjúkk ! hvað það var ágætt að sleppa útá götu í traffikína - bara léttir. Aldrei hefði ég haft geð í mér að kaupa neitt þarna í þesskölluðum silkmarket. Ekki er mamman þekkt fyrir mikla fýlu eða skapvonsku heldur verið þekkt fyrir að versla og gera góð kaup, en þarna var nóg komið !

Þetta er því miður neikvæðu hliðar athyglinnar en oftast höfum við notið þess í botn að heyra hvað Harpa Hua Zi væri myndarleg, kát og sniðug stelpa. Já við höfum tekið undir hvert einast orð (þó að við höfum ekki skilið alla kínverskuna)og verið stoltir foreldrar. Þetta er þó engan veginn okkur að þakka hvernig barnið hagar sér í dag - hvernig gæti það verið eftir svona stutt kynni ? Hún Harpa okkar Hua Zi er bara svona vel af Guði gerð - hennar lundarfar er alveg einstakt - við köllum hana stundum fröken geðgóð - alltaf er stutt
i brosið. Auðvitað á líka fóstran hennar Ying miklar þakkir skilið fyrir að hafa gefið Hörpu mikla ást og kærleik - það fengum við líka staðfest þegar við forum á barnaheimilið og sáum hvað þær voru ánægðar að hittast.

Við höfum ekki verið mjög stíf á að halda Hörpu alveg fyrir okkur heldur hafa aðrir fengið að halda á henni ef hún vill það ! Oftast er það í lagi í einhvern tíma en svo hefur hún alltaf viljað koma til baka í fangið okkar. Hún áttar sig sko nokk á því hvaða fólk stendur henni næst.

Upplifun okkar að koma til Beijing frá Guangzhou var gífurleg, gjörsamlega 2 ólíkir heimar. Hvað veður varðar þá var óhemju mikill raki í Guangzhou það sá ég best þegar ég var að taka uppúr töskum í morgun - allt rakt eins og eftir stuttan tíma í þurrkara. Mikið saknaði ég aðstoðarpakkaranna minna Kiki og mömmu, þau eru náttúrulega snillingar í pökkun, höfum notið þess að er skipulagt og í pokum.
Hér í Beijing er töluvert kaldara en hentar okkur ágætlega. Harpa tók andköf þegar við komum útúr flugstöðinni - hvað gerir hún þá þegar við komum útúr Leifsstöð ???? Amma og Kiki - þið munið eftir að koma með galla og húfu !

Við vorum einstaklega heppinn með fararstjórn í Guangzhou - hana Sofie ! Reynslubolti , nákvæm og mjög mannleg. Hún var svo hrifin af hópnum og landinu að hún ætlar að koma til íslands í viku í sumar með dóttur sína. Mömmunni þótti einstaklega vænt um það sem hún sagði í lokin þegar hún var að kveðja - að hún hefði lært svo mikið af mömmunni. Okkur fannst við hinsvegar læra svo mikið af henni !

Móðurástin vex og vex og það er með ólíkindum hvað hægt er að bindast barni sterkum böndum á ekki lengri tíma. Það er líka svo auðvelt að líka vel við Hörpu og að elska fröken geðprúði.
Ég tel mig vera einstaklega heppna móður með bæði börnin mín. Kristófer var og er vel gerður, alltaf kátur og sérstaklega skemmtilegt barn - þeir sem þekkja hann geta eflaust tekið undir það. Hann er enn í dag alveg frábær drengur sem gerir mömmu sína stolta aftur og aftur. Hjá honum er einnig afskaplega stutt í fallega brosið. Þótt hann reyni stundum að vera Cool og brosa ekki ! Já það er bara svona unglinga eitthvað ------.
Við Kiki ræddum það svolítið áður en við fórum til Kína hvort það yrði alveg nóg ást til handa litlu barni eða hvort hún fengi alla ástina og athyglina. En það var nú hún Ingveldur vinkona mömmunnnar sem sagði að með öðru barni margfaldaðist ástin og það væri til nóg af henni. Svo sannarlega rétt og gaman að upplifa sjálfur að geta talað um börnin mín - þ.e. fleirtölu !

Ég tala mikið um hversu lík systkinin séu og vitna oft í eitthvað sem Kristófer gerði þegar hann var lítill. Þau eru lík í útliti en þó meira lík í skapferli - mér finnst það alveg magnað. Tommi segist vera sannfærður um að Marcello hafi haft eitthvað með valið á Hörpu að gera - það bara hljóti að vera.
Ég veit að þau verða dýrmæt fyrir hvort annað og hlakka óskaplega mikið til að sjá þau saman.

Jæja nú er best að hlýða því sem chinese doctor sagði og reyna að sofa meira. Læt því staðar numið í bili - vonandi gefst okkur tækifæri að blogga eitthvað meira hér í Beijing - það er samt ansi stíf dagskrá.

Þið megið hinsvegar gjarnan skrifa okkur í gestabókina - það er svo rosalega gaman að lesa kveðjurnar ykkar.
Þetta verður svo allt tekið saman í minningarbók handa Hörpu Hua Zi - dýrmæt frásögn og kveðjur þegar litla stúlkan kom í líf okkar.

P.S. rétt í lokin - mamman er sko ekki vön 5***** hótelum eins og þessu fína hóteli í hjarta Beijing. Það heitir hinu virðulega nafni Grand hotel Beijing, já hér skortir ekkert ! En þegar of mikið af fíniríi er í boði er auðvelt að ruglast á túpum !
Pabbinn byrjaði að opna flotta svarta kassa á baðherberginu með hinu ýmsu dóti í til snyrtinga.
Þar sá hann m.a. tannbursta og með hverjum fylgdi lítil tannkremstúpa - voða krúttað. Honum fannst þetta alveg frábært og sagði mömmunni að við skildum nú endilega nota þetta fína dót sem væri í boði á hótelinu. Þannig að í gærkveldi þegar við komum heim eftir einhverja þá dýrlegustu máltíð sem við höfum lengi fengið - Peking önd - þökk sé Bjarna reynslubolta sem lóðsaði allan hópinn þangað, ætlaði mamman aldeilis að prufa fína tannkremið og tannburstann. Verð að taka það fram að ég var afskaplega þreytt og ekki með gleraugun á mér þegar athöfnin hófst. Verð að viðurkenna að mér fannst strax eitthvað skrítið bragð en þar sem ég var stödd á svona fínu hóteli og maðurinn minn búin að tannbursta sig þá kunni ég nú ekki við að kvarta strax. Hélt þá áfram að bursta þó nokkra stund áður en mér datt í hug að skoða túpurnar betur.
Þá kom í ljós að mín var bara búin að kreista næstum úr heilli krúttaðri raksápu túpu á tannsburstann og án efa verið við að bursta í nokkrar mínútur !!!!
Vill einhver kommentera á þetta ?

Engin ummæli:

Þátttakendur