Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 16. apríl 2008

KOMIN HEIM, LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS !!!

Allir okkar frábæru vinir, ættingjar, ættleiðingarfjölskyldur og aðrir góðir gestir á Kínastelpusíðunni. Til ykkar allra viljum við senda okkar innilegustu ástar- og þakklætiskveðjur fyrir öll skeytin ykkar. Þau ylja okkur svo sannarlega um hjartaræturnar, þegar heim kom. Við erum núna komin úr KínaVEFmúrnum, við lentum í töluverðum vandræðum á hótelinu í Beijing, með að ná góðu sambandi við síðuna okkar, á þann hátt að mögulegt væri að vinna með myndirnar okkar á þokkalegan hátt. Við ákváðum því að láta þetta ekki spilla gleðinni og sinna því betur litlu fjölskyldunni, ferðafélögunum í hópi 17 og síðast en ekki síst öllum þeim frábæru kínverjum sem við hittum alls staðar.
Þetta 5 daga blogghlé er bara lognið á undan storminum, núna hefjumst við aftur handa, þar sem frá var horfið.

ps. Áður en 10.000asta fléttingin á sér stað á síðunni ætlum við að gera ferðinni okkar frábæru skil, í bæði máli, og ekki síst myndum.

Engin ummæli:

Þátttakendur