Mamman kom við í Góða hirðinum rétt fyrir lokun á leið heim úr vinnu. Fann þá alla þessa fínu hluti og borgaði einungis 1000 kr.
Þetta finnst henni æði !
Nú eru næstum allir kínverskir hlutir dýrmætir fyrir okkur. Hvað ætli standi þarna ?
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjD8VVm4AztPxx8j7boBQcymxgS23_-Rfn6MBPl9jcoevyI7pAxaXtqr5pzZU3vom2rGOtcODqrEAzBu-ciIy8rcn_lfqwRH_9ezbyv4eiXWXssmwFZ_O3bp5kSEfl4lezhncD_ejHhA2jm/s320/IMG_3244.JPG)
Þetta er þunn skipti taska - rennilás á 3 hliðum og plast innaní
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh7NPZHJxgKNHcdkOIeaxZAaNUssFp6NOn14s_OKFRngQkIcku0EA70Qt6MURTM-Iov-uPkf2QtxDkxcuBzjyc6HEMC3MnwKnWr-gY0_gQKCy1aHwrmkiCqhI6jyRnoRpqB9dPoT2dAs6SJ/s320/IMG_3241.JPG)
Flottur barnastóll á reiðhjól - svartur í stíl við hjólið mitt
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEixWnaMAfhjrd9cAvit_IIKpCUEuVluzz7ksaTC2BJ6BOp2IXAPguN7GyBJItUTUY4-301kQldTYIquV1s79DT8iJIMoF11Q6mbCAlKCxLTGkqDOlB3g-XhpjeAPsTbrs9L0ZrUlngMEjPt/s320/IMG_3243.JPG)
Við vorm einu sinni búin að kaupa svona stól og þurfum ekki annan en mömmunni datt í hug að amma Fríður myndi kannski vilja hafa svona stól fyrir Hörpu Hua Zi heima hjá sér. Henni leist vel á það og við ætlum að gefa henni stólinn frá Hörpu
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgXhDZrCIdSAfsyHe8HIPtlBQY8PgMhzX46qZBMu6X6Uhhs_vreTX9DBotnEgTRIviLb_ggBA6Ddk_VhL11Y4OYPE0YinKHUELV5yiLk1OXpax_tgm70FmBQ6Bfd80bA2-vJycJzGVZZCed/s320/IMG_3252.JPG)
Alveg ágætis borð sem við ætlum að bíða með að setja í herbergið þangað til Harpa verður aðeins eldri. En kubbaturninn getur hún fengið strax til að leika með.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli