Hua Zi fannst á Tjarnartorgi - Dong Hu. Þar fannst hún 7. júní 2007. Með henni fylgdi mjólkurflaska og nokkur föt. Hún var sjálf klædd í hvít barnaföt. Vegfarandi tók hana og reyndi að hafa uppá foreldrum hennar en án árangurs.
Henni var þá komið á barnaheimili í Yangchun og var vigtuð og skoðuð. Lengd 52 cm 3.8 kg. höfuðmál 34 cm og bringa 35 cm. Þessi skoðun leiddi í ljós að hún var heilbrigð og eins og þeir orðuðu það "normal baby"
Hér eru myndir af Dong Hu götunni - ég geri ráð fyrir að hún liggji að Dong Hu torginu !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiL6RYG4z0riI1AKaYRgjbLZIEst8OEFuH_sho5msK3HtQunsxGV1J0Z3HGI2uUXOQfcrtOS8V5vK2QG9oV16oFLm-3H92OwGJvqutBUEzGfkbP-ds2XWFuHyegNBwvX8WEXAL8j4mZit0X/s320/Dong+Hu+Road+West+Yangchun...jpg)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli