Í dag er vika í fyrsta afmæli Hörpu Hua Zi og mikil spenna er að færast í mannskapinn á heimilinu. Hún sjálf veit samt minnst af þessu og á líklega ekkert eftir að kippa sér upp við það að eiga afmæli, nema þá helst að vera í stuði þegar fólkið kemur í heimsókn. Hún er svo mikið partýljón og er hrókur alls fagnaðar.
Foreldrarnir tóku aðeins forskot á sæluna með afmælisgjöf handa Hörpu Hua Zi það fannst nefnilega strax í kerru könnunarleiðangri ótrúlega flottur kerruvagn. Hann er extra langur - verður 130 cm og var sá síðasti og á góðum afslætti. Pabbinn varð samstundis yfir sig hrifinn og helst afþví að það er hægt að stilla handfangið alveg nógu hátt fyrir hann og svo eru torfæru hjól undir honum sem geta farið hvert sem er. Flottur dún kerru/svefnpoki var líka keyptur með því að hann var nógu langur fyrir kerruna og var greinilega svo obboðslega þægilegur. Semsagt búið að kaupa meiriháttar græju í afmælisgjöf sem á örugglega eftir að nýtast okkur vel næstu árin.
Eftir að hafa keypt kerruna þá var farið í prufugöngutúr og þá leið Hörpu svona líka obboðslega vel að hún steinsofnaði strax. Við ákváðum þá að spóka okkur dálítið um miðbæinn og áður en við vissum af vorum við komin inní vesturbæinn. Þá stakk Tommi uppá því að heimsækja kínasystur Hörpu og herbergisfélaga í sína fyrstu 10 mánuði - hana Þorbjörgu Önnu. Það var alveg frábært að hitta allar stelpurnar, Þorbjörgu Önnu, Margréti Eddu stóru systir og Ingibjörgu Önnu mömmuna. Við fengum rosafínt kínate og Harpa fékk gómsætan mat sem var búið að vera laga fyrir Þorbjörgu Önnu - gufusoðið grænmeti maukað með smjöri. Þessi matur rann svo ljúflega ofaní Hörpu að foreldrarnir drifu sig daginn eftir í IKEA þar sem fest var kaup á góðum potti með græju til að setja ofaní til að gufusjóða matinn. Við fengum líka fleiri frábær tips frá Ingibjörgu t.d. hafði Þorbjörg Anna tekið snuð sem hún var greinilega mjög ánægð með, það kom í ljós að þetta var tegund sem mamman hafði ekki keypt (samt búin að kaupa nokkrar) þetta snuð hefur styttri túttu en önnur sem eru vinsæl á markaðnum. Þannig að það var líka brunað eftir svona snuði sem fæst í Lyf og heilsu og heita BIBI snuð. Harpa er smám saman að fá meiri áhuga á snuðinu og hefur tottað það smávegis af og til - það er meira en hún gerði við hin það var í mesta lagi hægt að leika sér með þau. Það var semsagt bæði gagn og gaman af þessari heimsókn.
Eftir að hafa séð eina kínasysturina og horft á hvað hún hafði tekið miklum framförum þá langaði okkur líka að heimsækja Erlu Sif þannig að við hringdum á laugardaginn (Tommi ætlaði fyrst bara að bruna af stað og droppa inn !) og spurðum hvort þau yrðu heima ? Brynjar sagði að þau yrðu heima en nú væri verið að fara að skíra. Þannig að það var eins gott að við æddum ekki af stað ! Okkur var hinsvegar boðið í afganga á sunnudeginum - sem reyndar kom svo í ljós að voru engir venjulegir afgangar !!! Heil banana terta, brauðterta með skinku og bacon og svo önnur brauð/samloku "terta" með sólþurrkuðum tómötum, salati, pesto og einhverju öðru gómsætu. Namm namm eins og liltu stelpurnar segja - já ég fæ sko vatn í munninn bara að skrifa um þetta og rifja upp veitingarnar. Já við ekkert smá heppinn að koma svona í annan í skírnarveislu. Þessi heimsókn var líka svona yndislega skemmtileg eins og hin. Það er líka eflaust sterkar tilfinningar til stelpnana því að við upplifðum "fæðinguna" sameiginlega og kynntumst þeim svo vel úti í Kína. Þennan stóra þátt í lífi okkar eigum við sameiginlegan en svo eru þær samt svo ólíkar allar að það kemur til með að vera áhugavert að sjá hvernig þær þroskast. Við erum ekkert síður stolt yfir þeirra framförum en hennar Hörpu. Það verður gaman að fylgjast með þessum stelpum í framtíðinni - hvað sem þær munu nú gera.
Erla Sif nýskírð ! Hún er 2 mánuðum yngri en Harpa en samt orðin svona stór og myndarleg. Þar að auki er hún komin með margar tennur í efri og neðri góm á meðan Harpa okkar er bara með 2 vinnukonur (eins og amma Dúdú segir) í neðri góm.
Tommi vildi aðeins fá að halda á Erlu Sif en henni leist ekkert sérstaklega vel á það.
Pabbarnir víxluðu stelpunum ! Harpa var nú mest hissa á því að Brynjar héldi á henni en svo fannst henni best að koma til pabba síns.
Já það er best að vera þar sem maður þekkir best til - það er nú líka góðs viti að þeim finnist það.
Þarna eru þær að hlusta á Andreu segja eitthvað.
Þarna leynir forvitnin sér ekki !
Það sést greinilega hversu ólíkar þær eru - Erla Sif svona ljós á hörund (eins og kínverjarnir vilja helst vera) og með miklu meira og dekkra hár en Harpa Hua Zi.
Þegar mamman tók þessa mynd í dag í labbitúrnum þá langaði henni helst til að stökkva ofaní pokann til Hörpu og kúra með henni. Það er svo greinilega gott að lúlla í þessum poka í nýja kerruvagninum.
Pabbinn að vígja kerruvagninn heima í hverfinu okkar - vorum á leið í Blómaval og Húsasmiðjuna. Hörpu finnst svo gaman að fara þangað - margir litir, falleg blóm og fiskarnir eru í miklu uppáhaldi.
Harpa alveg dúðuð en líður greinilega vel. Hún er þarna með BIBI snuðið (sem Ingibjörg sagði okkur frá) sem hún japplaði á öðru hverju, Landsbanka fígúruna sem konurnar í aðalútibúinu vildu endilega gefa henni + sundbolta. Þær voru svo skotnar í henni og komu sérstaklega fram til að kíkja á hana meðan foreldrarnir voru að reyna að koma fjárhagsmálunum á réttan kjöl. Allt of mikil útgjöld og m.a. dýr ferðin til Kína hefur komið slagsíðu á útgjöld heimilisins. Nú verður sultarólin hert og borðað meira af hafragraut - er nú borðað þegar í morgunmat og stundum í hádeginu !!!!
Harpa var nú ekki alveg strax sátt við kerruvagninn !
Kannski líka vegna þess að pabbinn var búin að reyra hana niður í beltið - honum fannst það alveg magnað - 5 punkta belti - það gerist bara ekki betra !!!
Hérna er konan í búðinni að skipta um dekk - hitt var gallað hélt engu lofti sama hvað var pumpað í það.
Cosý og afslappað andrúmsloft hjá stelpunum, Þorbjörgu Önnu, Margréti Eddu stóra systir(nýklippt og fín)og Ingibjörgu Önnu mömmunni. Pabbinn liggur þarna á gólfinu með Hörpu (það rétt glittir í hana).
Þorbjörg Anna að sýna dótið og Harpa Hua Zi fylgjist með.
Það var líka nýbúið að skíra á þessu heimili. Við munum bíða enn um sinn með að skíra - látum afmælisveisluna duga í bili.
Það var alveg magnað að sjá stelpurnar í svona álíka fötum - það var eins og þetta hefði verið skipulegt svona - en nei aldeilis ekki - bara "pjúra" tilviljun.
Rautt og röndótt það er málið.
Þarna er Þorbjörg Anna með BIBI snuðið sitt - alveg hæstánægð.
Það er ótrúlegt hvað þessi litla stelpa er liðug - hún hefur ekkert fyrir því að liggja svona. Hún gæti auðveldlega orðið fimleikastjarna.