Tíminn líður aldeilis hratt, nú eru 3 mánuðir liðnir frá því að við sáum Hörpu Hua Zi í fyrsta sinn. Hún braggast aldeilis vel og það eru einhverjar framfarir á hverjum degi. Undanfarna daga vorum við í heimsókn í Munaðarnesi hjá Ástu Hrönn og Kristófer í aldeilis góðu yfirlæti - okkur leið eins og blóm í eggi. Það líklega sést á myndunum ..... er það ekki ? Svona á að lifa lífinu !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgFZfwQxGFfLBwSsm6nVz9CwIJoTiN4zoOtP8bLv3EHEUUQPRQ5zk-ILhiNOt3sMwqvl9XxSTpyNZqugMgSaWSVK-zIATULgLNOLN2FQPJUJQDqm7auSW9mQo0KrRYXMV5fLm4_Qgq4dx47/s400/IMG_2067.JPG)
Mamman heldur uppá þessa mynd. Harpa var búin að læra að blása á biðukollur - að vísu hjálpaði vindurinn líka til en þetta var langtíma skemmtiefni og afþreying því það var nóg af biðukollum til í Munaðarnesinu.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiCkF5n_FqGeKkJzakXy_ow4VjFQjMVKHZVGOu2Lps7qXkQfY6GZ3H97UYW2bNOdSGjVrVgbHxkf2h1XE-UEvOtqUca82hNKhjIVk7KyTpjjdNbuqOFef-IJepO3MdvnPdg3lOJkt9x24n-/s400/IMG_2051.JPG)
Einfaldlega sætust.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhQioQgHEOiN4aXwUe_O7Smowd_hrt5YzncZSUhi8kK1jXxnYvOwf5m2sxiTCPugqIWYy1mrC87ocyfAYVOL3cbEyziq00MZPtGHzl3pnPFElos6XRxZHQio_7wYtij3A55ec0FFWO9FUdH/s400/IMG_1935.JPG)
Ásta Hrönn bauð okkur uppá jarðarber með rjóma í eftirmat - jarðarberin þekkti Harpa en hafði aldrei smakkað rjóma. Henni fannst hann alveg rosalega góður - mikil gourmet manneskja !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiTfLjqWnY4G1JQPy50Ke6Werw8CAfpJy6f7Jihyphenhyphenb9GoQvpNOr0HwRiaU-PQJXP8TujPq8yw2eRbg4TohUzKNyJLeAutplWMst-kWYOfMBsA1r04784tsWOwTsjAn7551rY2004tma29JFt/s400/IMG_1966.JPG)
Kristófer tók þessa fínu mæðgna mynd - ætli við brosum ekki svona sætt afþví að hann var að taka myndina ?
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh26FNJQK6MPDLpDb4j9viC4UlMHzkgpj6btYLKwVbraZObHfPaj-u0HzwBd3Nq3_26_ql1rwNKx9RdH-fRWYHSX-52Cfuoc7iPvF1g8VDomSTKEfbkoBp5-QSnnHM4oXay62ByIuVKjUxQ/s400/IMG_2037.JPG)
Þennan svip hefur mamma aldrei séð áður !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhz775sNDHZoxH4LzYybK9gWMVUjvM0g1Y8VIQTFO2Mp3AVK8ptJXSYspQuoEyoXTT_4i88gcQeHj2pnd-G8RPILIB2FX2fnJ3helOgvypBXPOh5iCGQ6TPZyDa3xzeu2IAdrVp0UH04F_A/s400/IMG_2062.JPG)
Harpa fór í fyrsta sinn í heitan pott - aldrei farið í annað en litla balann sinn heima. Hún var fyrst í smá tíma óörugg en svo var hún alveg í skýjunum.
Sagði mér stundum ba ba (þýðir bra bra - þeir voru nefnilega ofaní pottinum) og benti á pottinn. Þetta þýddi þá að henni langaði að fara ofaní pottinn nú verður mamma bara að vera dugleg að fara í pottana í sundi eða vinna í því að fá heitan pott !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg18NVIf5MHgRqSKzCx3uGO5wWZRzC-SlEfqzSk1TXzM3_PdlPVlPoDUk70JGk2FDu399BlaN9003-bSi2t26HcPJbXnxjwdtY-pqX6WY-SduP6DQ922BWsLX0Qvaf_fusxx53KIt37229y/s400/IMG_1929.JPG)
Harpa fyrir utan húsið "okkar" nr. 66 (fæðingarár mömmunar) í Munaðarnesi
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg7LMRMJt1GYHKZJRIFAgYr3sDRoSvX93sYaIWQklPZZVdTtdG54vzsbTlkIhA0syFAvPTz1zdFunCB-_SkxSZcrJPbV4xtPBkwS1xGI2Uz3Id_KDwXe3EDIaer8lCqpncgoGGZvvFYK76S/s400/IMG_2095.JPG)
Hér tók mín sig til og sýndi ótrúlega takta á píanóinu - amma hlustaði í andakt á konsertinn.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh8l_M-kCyAIawbbFUOwx-4Wv5P4YUIB_ftLOElnlGM9WY2AwG7nfjttKYs-EMISowkbX4mVS1q5H9VgNkiEx-DtzD_kiK4Gg2H2GUeqgvJ7YOCAgn1r5ibL00Pbcpa1pgFAYxr0nVMn4RY/s400/IMG_1983.JPG)
Harpa fékk rappara húfuna hans bróður síns lánaða - geðv. svöl !
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhDRjOMhGez6FpbvooWueOcvKmqs6Ym9c8iZYXqxke7_6ecuYfFQ-ny_CAwwGorgoyplOPR65FpJIGvfnBj6KM88lSZBhq2a2kyX-eVutJhFXOA4MqJDF5xusazKV_1U8KZf2pEJvQUSZAh/s400/IMG_1978.JPG)
Vinkonurnar Harpa Hua Zi og Ásta Hrönn á góðri stundu á pallinum í Munaðarnesi.