Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 28. maí 2008

Hárgreiðslustofa Hörpu Hua Zi

Eftir baðið í fyrrakvöld var mamman að dúlla við stelpuna sína og Harpa naut þess alveg í botn að láta greiða sér með burstanum. Ef mamman gerði sig líklega til að hætta þá setti hún hendurnar í hárið og rótaði - alveg eins og til að segja haltu áfram það er enn ekki búið að greiða allt hárið.

Mamman sá að Harpa var enn í svo miklu stuði og fannst svo gaman þegar verið var að greiða henni þannig að Dúdú dúkku var boðið í selskapinn.
Harpa sá strax að það þyrfti nú líka að gera eitthvað fyrir hana þannig að án umhugsunar var sett á fót hárgreiðslustofa Hörpu Hua Zi.
Svo hófst vinnan og sem betur fer náði mamman myndum af ferlinu frá a-ö.
Ætli hún hafi erft þessa eiginleika frá Astrid frænku og guðmóður sinni ?

Hvort má bjóða þér að fá greiðslu með bursta eða greiðu ?
Gott og vel þú ert hrifnari af greiðunni, þá getum við hafist handa.


Já það virðist vera allt í lagi með þessa greiðu. Það er ekkert að marka þó að mér finnist burstinn vera betri.

Heyrðu nú mig ! Forsendan fyrir því að þessi greiðsla heppnist vel er að Dúdú dúkkan hagi sér vel og sé kyrr á meðan.



Já maður verður dáldið pirró og þá verður maður bara að taka í Dúdú dúkku til að reisa hana við.

Kúnstin er að skiptingin sé rétt og toppurinn halli svona til hliðar.


Verið að leggja lokahönd á greiðsluna.
Sjáiði bara hvað maður er fagmannlegur - alveg eins og hún hafi ekki gert annað !!


Nú má taka mynd !
Bæði Harpa og Dúdú dúkka rosafínar með alveg eins greiðslu.
Núna var loksins hægt að fara í rúmið og sofa.
Kærar þakkir til þeirra sem hafa verið að skrifa komment hjá okkur í gestabókinni.

Engin ummæli:

Þátttakendur