TÖFRABRÖGÐ MEÐ MÖMMU SINNI
Mamman mundi allt í einu eftir æfingaboltanum sínum sem reyndar hefur verið alltof lengi óhreyfður uppi á lofti og ákvað að sýna Hörpu Hua Zi þennan fyndna bolta.
Hún féll samstundis fyrir honum og náði því besta úr honum - nefnilega galdramættinum.
Sjáiði bara hversu mögnuð hún er:
Það verða engar sérstakar boltaæfingar gerðar frekar, nema þó ef maður verði fyrir miklum þrýstingi !
USSSS !!!! Nú þarf að einbeita sér og biðja boltann að koma til sín.
Hókus Pókus ! Já ég veit þið getið aldrei giskað á hvernig boltinn komst þarna í hendurnar á henni og hvað þá hvernig hún heldur honum uppi !!!
VEI ! Þetta tókst og nú má klappa fyrir Hörpu Hua Zi og kalla dugleg dugleg - það finnst henni svo gaman og þá er hún allra manna duglegust að klappa fyrir sér sjálf og hlæja mikið.
FLUGÆFINGAR MEÐ PABBA SÍNUM
Með áframhaldandi flugæfingum getur hún eflaust fljótlega byrjað á einkaflugmanninum og orðið svo flugmaður eins og Ólafur Hrafn frændi.
Þegar pabbinn heldur svona á mér þá spenni ég rassinn og rétti úr mér - stundum meira segja rétti ég hendurnar fram.
Pabbinn segir að ef Harpa hefði verið áfram í Kína þá hefði hún eflaust orðið eins og litlu stelpurnar sem við sáum á afmæli mömmunnar - þegar hún bauð allri fjölskyldunni + Bíbí, Astrid, Elmu Rún og Ara í staðinn fyrir að halda afmælisveislu á fjöllistasýningu kínverskra krakka í Kópavoginum.
FLUGÆFINGAR MEÐ PABBA SÍNUM
Pabbinn er nú sterkur eins og naut, enda í nautsmerkinu. Þannig að fyrir hann er lítið mál að halda á stelpunni sinni með einungis annari hendinni.
Undanfarið hafa því verið stundaðar innanhúsæfingar í flugi við mikinn fögnuð Hörpu Hua Zi.
Það er óneitanlega glæsilegt að sjá þetta kríli bera sig svona vel í loftinu alveg ósmeyk.
Það var hreint ótrúlegt hvað krakkarnir gátu gert flottar æfingar og hvað þetta var stórkostleg sýning.
Mamman fær nú soldin fiðring í fæturnar þegar hún horfir á svona flugæfingar - hún væri örugglega lofthrædd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli