Mamman fór á randið með krakkana sína í dag m.a. í Smáratorg þar skokkaði Kristófer inní Toys R us búðina og keypti gjöf handa litlu systur sinni.
Hann valdi þessa líka fínu sætu dúkku en vissi ekkert að það þyrfti að skoða fyrir hvaða aldur þetta væri ætlað. Mamman hafði áhyggjur að þetta væru svo smáir hlutir þannig að það væri ekki hægt að láta Hörpu fá þetta EN aldeilis óþarfa áhyggjur !!!
Harpa Hua Zi leysti málið farsællega sjálf því hún var yfir sig hrifinn af dótinu eins og það kom fyrir í umbúðunum það mátti ekki einu sinni taka þetta af henni augnablik á meðan var verið að koma henni fyrir í bílstólnum.
Svo þegar Harpa stækkar þá getur hún opnað þetta og leikið sér með litla dótið.
Það er sem ég segi - ekki vera gera úlfalda úr mýflugu - flest er hægt að leysa farsællega - þó að maður komi ekki auga á það samstundis.
Takk elsku Kristófer fyrir að hugsa hlýtt til Hörpu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli