Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 20. maí 2008

Skríða, standa, feluleikur, skápar, lúlla, útivera

Miklar framfarir hafa verið á hverjum degi í getu og þroska hjá Hörpu og mömmunni finnst hún varla hafa við að nótera allt hjá sér sem litla stúlkan er að gera.
Reyni að halda þessu bloggi gangandi til þess að það verði heimild um Hörpu Hua Zi þegar lengur líður frá og minnið farið að skolast til. Hér eru nokkur atriði sem hafa gerst á síðustu dögum:
Mamman byrjar alltaf á að ná í blöðin á morgnana og gá til veðurs og auðvitað er maður búin að læra það líka, bíddu bara mamma ég skal bara segja þér hvernig veðrið er !
..
ÚTIVERA

Við mæðgurnar fórum í grasagarðinn til að dást að fallegu blómunum og trjánum sem eru í blóma. Það var dáldið hráslagalegt og nebbinn varð rauður en sem betur fer var maður í góðu hlýju úlpunni sem amma Fríður gaf Hörpu.

Blómunum var líka sýndur áhugi - hún er svo mikill fagurkeri þessi stelpa


Þarna voru sko margir skrítnir fuglar ! Hörpu fannst þó merkilegast að þeir hefðu áhuga á brauðmolunum hennar.

Bjartur kisan okkar er greinilega uppáhalds dýrið það er skríkt og hlegið þegar hann er nálægt.

Nývöknuð ! Þetta er ein af uppáhaldsmyndum mömmunar

Hm ! Ég verð að fylgjast vel með hvað þau eru að gera þarna í garðinum

Egill og Kristófer duglegir vinnumenn í garðvinnu

Auðvitað get ég líka hjálpað til - ég sá hvernig mamma gerði þetta áðan.
..
LÚLLA

Ég sef stundum úti í vagninum en annars tek ég mér bara mína kríu þegar ég er orðin þreytt.

Je dúdda mía ! Mömmunni finnst ég alveg guðdómlega sæt á þessari mynd.

Ég svaf svo fast að ég tók ekkert eftir því að það væri verið að opna og loka hurðirnar á bílnum. Læt það sko ekki trufla mig.

Mikið óskaplega er maður falleg og friðsæl svona sofandi
..
Í VINNUNNI HJÁ MÖMMU

Fínt að naga hringluna á meðan mamma er að vinna

Erlingur er voða hrifinn af mér og tók mig rétt á meðan mamma gekk frá dótinu sínu

Það var nú mestallan tíman eins og stóísk ró yfir mér

Æ hérna er ég að verða dálítið þreytt á að vera hjá mömmu í vinnunni.
..
SKÚFFUR

Hei mamma ! Alltaf verið að athuga hvað maður megi gera og hvað ekki !
..
SKRÍÐA

Svona set ég mig í stellingar áður en skriðhlaupið hefst.

Ready steady and go ! Það er ekki hægt að segja annað en hún hafi sérstakan skriðstíl en aðalatriðið hjá henni er að komast á milli áfangastaða. Hún er orðin alveg ótrúlega fljót að komast þangað sem hún ætlar sér.

Það er gripið í skúffu höldurnar til að standa upp en sem betur fer er maður ekki enn búin að fatta hvernig eigi að draga skúffurnar út.
..
SKÁPAR

Svipurinn kemur uppum hana ! Æ mamma ég ætla bara aðeins að kíkja !

Þetta var í annað sinn sem hún opnar skápinn. Hún lítur á mömmuna og veit vel að það er búið að segja nei nei þetta má ekki.

Svona hófst skápaævintýrið - hún var að kanna umhverfið og hurðin var sérstaklega spennandi en svo allt í einu tók hún eftir að skápurinn var ekki lokaður !!!

Hm ! Bíddu nú við - hvað er hér ?

Já há þetta er athyglisvert og miklu meira spennó að sjá hvað er bakvið þessar hurðar. Þarna er sko heilmargt sem væri gaman að gramsa í - ef ég fengi nú bara frið til þess !
..
FELULEIKUR

Hér er verið að undirbúa leikinn.

Nú er ég týnd - hvar er Harpa Hua Zi ?

Viskustykkið var líka sett á hausinn á mömmunni og það var ekkert smá fjör að taka það aftur niður. Við skemmtum okkur alveg stórkostlega vel - eins og sést.

Gjugg hér er ég

Hvar er Harpa ? Svo er þessi leikur endurtekinn aftur og aftur - alltaf jafn skemmtilegur.
..
STANDA

Stend við baðið og gef í skyn að ég vilji fara í bað

Stend líka upp í baðinu - er alls ekki smeyk - sleppti meira að segja annarri hendinni.
Auðvitað er mamman ekki langt undan og tilbúin að grípa í mig

Mamman hefur varla kveikt á sjónvarpi frá því við komum frá Kína þannig að það var nú eitthvað sem Harpa varð að skoða nær þegar hún sá það í gangi.

Stóri bróðir að passa mig - honum finnst þetta ganga heldur bratt !
Farin að skríða hratt á milli herbergja og standa alls staðar upp við allt.

Spenningurinn leynir sér ekki - nú á það sko að takast !
'Eg skal ná að standa upp sjálf.

Það er aðeins auðveldara að standa upp í hjónarúminu því hún er búin að finna raufina á milli dýnana þar sem hún getur sett fæturnar og það gefur henni aukin stuðning

Þurfti rétt aðeins að halda í mömmu sína en samt rosalega stolt að hafa getað staðið upp sjálf

Engin ummæli:

Þátttakendur