Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 1. júlí 2008

3 mánuðir liðnir !

Tíminn líður aldeilis hratt, nú eru 3 mánuðir liðnir frá því að við sáum Hörpu Hua Zi í fyrsta sinn. Hún braggast aldeilis vel og það eru einhverjar framfarir á hverjum degi. Undanfarna daga vorum við í heimsókn í Munaðarnesi hjá Ástu Hrönn og Kristófer í aldeilis góðu yfirlæti - okkur leið eins og blóm í eggi. Það líklega sést á myndunum ..... er það ekki ? Svona á að lifa lífinu !
Mamman heldur uppá þessa mynd. Harpa var búin að læra að blása á biðukollur - að vísu hjálpaði vindurinn líka til en þetta var langtíma skemmtiefni og afþreying því það var nóg af biðukollum til í Munaðarnesinu.
Einfaldlega sætust.

Ásta Hrönn bauð okkur uppá jarðarber með rjóma í eftirmat - jarðarberin þekkti Harpa en hafði aldrei smakkað rjóma. Henni fannst hann alveg rosalega góður - mikil gourmet manneskja !


Kristófer tók þessa fínu mæðgna mynd - ætli við brosum ekki svona sætt afþví að hann var að taka myndina ?

Þennan svip hefur mamma aldrei séð áður !

Harpa fór í fyrsta sinn í heitan pott - aldrei farið í annað en litla balann sinn heima. Hún var fyrst í smá tíma óörugg en svo var hún alveg í skýjunum.
Sagði mér stundum ba ba (þýðir bra bra - þeir voru nefnilega ofaní pottinum) og benti á pottinn. Þetta þýddi þá að henni langaði að fara ofaní pottinn nú verður mamma bara að vera dugleg að fara í pottana í sundi eða vinna í því að fá heitan pott !



Harpa fyrir utan húsið "okkar" nr. 66 (fæðingarár mömmunar) í Munaðarnesi

Hér tók mín sig til og sýndi ótrúlega takta á píanóinu - amma hlustaði í andakt á konsertinn.

Harpa fékk rappara húfuna hans bróður síns lánaða - geðv. svöl !

Vinkonurnar Harpa Hua Zi og Ásta Hrönn á góðri stundu á pallinum í Munaðarnesi.

Engin ummæli:

Þátttakendur