Þetta er dúkka sem mamman pantaði á Netinu eftir að hafa séð fyrstu myndirnar af Stubbalínu. Fannst hún svo lík henni og þar að auki létt og mjúk. Hún kom til landsins rétt áður en við lögðum af stað til Kína og var því samferða okkur í stóra ferðalagið til að ná í Hörpu Hua Zi. En það var ekki fyrr en við komum tilbaka til Íslands að dúkkan sem er kölluð Vá va (þýðir dúkka á kínversku) varð vinsæl, nú er hún með fastan sess í rúminu hennar og henni er tuskað fram og til baka meðan sinfóníur í hjali eru teknar í góðum fíling á morgnana.
15. febrúar 2008 fengum við fyrst að sjá myndir af litlu stelpunni okkar - sem hingað til hafði verið kölluð Stubbalína. Með myndunum fylgdu læknisfræðilegar upplýsingar sem Gestur Pálsson læknir var búin að fara yfir (Astrid frænka talaði við hann og spurði hvort ekki væri hægt að hraða þessu eins og mögulegt væri !)
Einnig kom fram í pappírunum hvar hún hefði fundist og hvenær 7. júní 2007. Fæðingardagur hennar er jafnframt áætlaður hafa verið nokkrum dögum áður þ.e. 2. júní. Auk þess kom lýsing á hennar persónuleika og hegðun - sem mér finnst í dag vera alveg einkennandi fyrir hana.
Reglum samkvæmt mátti samt ekki gera myndirnar opinberar - því í sjálfu sér var hún enn ekki orðin okkar barn.
Við gátum þó sent myndir í tölvupósti til stærstu systir í Danmörku en flestir aðrir komu í heimsókn eða fengu að sjá myndirnar í albúmum eða möppum. Mamman prentaði endalaust út myndirnar 3 í allskonar stærðum og gerðum - allt það sem prentarinn bauð uppá ! Lit, seppia, svart/hvítt með ramma og svofrv.
Það hafði líklega mátt veggfóðra heilt herbergi með þeim myndum sem prentaðar voru út af litlu stelpunni sem vann strax hug og hjarta manns um leið og litið var á myndirnar af henni.
Því miður varð ein myndin af henni þar sem hún er 3 mán. alltaf svo lítil hér á blogginu þannig að ég sleppti henni alveg.
Hér er stelpan líklega ca. 6 mánaða gömul. Okkur fannst hún vera með grallarsvip og kankvís. Auðvitað einnig óhemjufögur með stórkostlega falleg augu sem segja svo margt.
Þegar við hittum Söndru King sagði hún okkur að þessi peysa hafi verið prjónuð að frænku í Ástralíu - jáhá heimurinn tengist ótrúlega !
Við vorum svo ánægð að bakgrunnurinn var frekar látlaus svo sá ég þennan stól í House of Grace og tók þá mynd af honum.
Það sérstaka við þessa mynd er að hún kveikti á einhverri peru hjá mömmunni og varð til þess að rótað var í gegnum gömlu myndirnar af Kristófer - þá kom í ljós að það er til næstum nákvæmlega eins mynd af honum á svipuðum aldri ! Þar að auki eru þau sláandi lík - er það tilviljun að hann var alltaf kallaður Chinesino ( þýðir litli Kínverjinn) á Ítalíu þegar hann var lítill ?
Hér er mín dugleg að sitja á bíl.
Mamman fyrir utan íslenska ættleiðingu rétt áður en við sjáum myndirnar. Frekar nervös !
Hér er Guðrún í ÍÆ að rétta okkur myndirnar !
Mamman fyrir utan íslenska ættleiðingu rétt áður en við sjáum myndirnar. Frekar nervös !
Hér er Guðrún í ÍÆ að rétta okkur myndirnar !
Brosið festist á pabbanum alveg heillengi - það fer honum líka svo vel !
Þeim fannst það dragast heldur á langinn að við skiluðum okkur heim en voru fljót að gleyma því þegar þau sáu myndirnar af skottinu.
Við buðum Auði - frænku pabbans að koma og sjá myndirnar. Hún var svo elskuleg að samþykkja að vera guðmóðir/skírnarvottur. Þarna eru líka ömmurnar.
Þennan litla strút keypti mamman í IKEA 2. júní 2007 ásamt mubblum í herbergið hennar Stubbalínu. Þetta er dagurinn sem er áætlað að hún hafi fæðst.
Henni var svo stillt útí stofuglugga - þannig var hún alltaf nálæg okkur.
Þarna við hliðina er fallegur blómavöndur sem Dagný vinkona okkar kom með þegar hún kom til að sjá myndirnar af Stubbalinu.
Svo fórum við í heimsókn til Astrid frænku mömmunar til að spyrja hvort hún vildi vera guðmóðir/skírnarvottur fyrir litlu stelpuna okkar. Við vorum næstum því viss um að hún myndi segja já og prentuðum út flotta stóra mynd af barninu til að heilla hana sem mest.
Á myndinni er líka Ari frændi sem er greinilega stoltur af litlu frænku sinni.